Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 14
Örnólfsdalur. Væri þar enn byggilegt, ef svo vildi. Væri líklegust bæ-
jarstæði þar, sem nú eru Sámstaðasel eða Gilsbakkasel. Munu Örnólfs-
staðir hafa verið á öðrum hvorum þeim stað. Er ekki von þess sjáist
merki, þar eð sel voru síðar á þeim stöðum í langan tíma. Svo er að
sjá, sem Kjarradalur hafi verið ónuminn norðanmegin ár, þangað til Öru-
ólfur flutti sig þangað. Aður hafði hann ekki numið lengra inn en til
Hvítbjarga. Og Hrosskell nam »milli Kjarrár og Fljóta«. Hann hefir
því að eins numið dalinn sunnanmegin ár. Norðanmegin gat Örnólfur
því sezt í ónumið land.
Þar sem Landnámu og Hænsa-Þórissögu greinir á við Islendinga-
bók um það, iivort það var Blundketill, er inni var brendur í Örnólfsdal,
eða Þorkell son hans, þá er þess að gæta, að í sögum og ættartölum er
jafnan hœtt við að liðir geti jallið úr, en vanalega ekki hœtt við, að liðir
bætist inn í. Þetta styður mál Islendingabókar. Og aldur þeirra Blunds-
fegða getur líka stutt það. Hafi Ketill blundr, ættfaðir »Blundanna«, kom-
ið gamall út, Geir son hans miðaldra og Blundketill frumvaxta með þeim,
þá gat Þorkell (Þórketill) son hans verið á sextugsaldri og átt frumvaxta
son, er brennan varð. En þá hefir Blundketill orðið að vera fyrri konu
barn Geirs, eins og Guðbrandur Vigfússon hefir líka getið til. (Safn. II.
bls. 323). Landn. segir, að »Ketill blundr* hafi keypt Örnólfsdal. Það
mun vera rétt að þvi leyti, að Blundketill mun hafa borið nafn afa síns og
heitið Ketill blundr réttu nafni.
13 Blundslióll.
Svo segir Lndn. (I, 20): »Ketill blundr ok Geir son hans kvámu
til íslands, .... ok námu þeir upp frá Flókadalsá til Reykjadalsár ok tungu
þá alla upp til Rauðsgils ok Flókadal allan fyrir ofan brekkur. Ketill bjó
í Þrándarholti; við hann er kennt Blundsvatn, þar bjó hann síðan«. —
Og svo segir Egla (83. k.): »Þorgeir blundr .... bjó áðr fyrir sunnan
Hvítá fyrir norðan Blundsvatri«. Blundsvatn er fyrir neðan Bæ i Bæjar-
sveit, og er nú oft nefnt Bæjarvatn. Suðvestanmegin við vatnið er hár
hóll, sem enn heitir Blundshóll. Hann er grasi vaxinn að mestu og
sunnanundir honurn grasblettur eigi alllítill. Þar um kring eru flög.
Grasbletturinn er allur stórþýfður; en eigi er annað að sjá, en að alt það
þýfi sé niyndað af náttúrunni og eigi byggingarleifar. Að eins ein tóft
er vestantil á blettinum og er hún nokkurn veginn glögg. Þó læt eg ó-
sagt hvar dyrnar hafa verið, en þykir líklegast, að þær hafi verið í suður-
endanum, því tóftin snýr frá norðri til suðurs. — Hún er nál. 8 fðm.
löng og nál. 4J/2 fðm. breið út á veggi. Eigi sést, að miðgafl hafi verið
i henni. En þilgafl gat skift herbergjum. Það er nú ekki ástæða til að
efast um, að bærinn »fyrir neðan Blundsvatn« hafi verið hér. Nafn hóls-