Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 18

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 18
árrúst. Er að sjá, að hér hafi verið stórhýsi. Enda eru góð skilyrði fyr- ir hendi til þess, að á þessum stað gæti verið stórbýli: Túnstæði mikið og gott til ræktunar. Engjar þar skamt frá, litlu innar; raunar eru þær ekki allvíðlendar, en mundu grasgefnar, ef um væri hirt. Utbeit er enn einkar góð þar á dalnum, og hefir þó verið enn betri meðan skógur var i hlíðum. Landrými er ærið. Það mun mega telja víst, að á þessum bæ hafi búið Lauga-Snorri, sem Sturlunga nefnir. Þess er getið þar sem sagt er frá drápi Þorvaldssona, að »Lauga-Snorri og Hörðdælir« komu til fundarins. Oftar er hans getið í fylgd með Sturlu Sighvatssyni, og síð- ast á Örlygsstöðum. Ef til vill hefir hann verið i ætt við Sturlunga. En frá því er ekki sagt. Og ekki sést heldur hvort hann komst lífs frá Örlygsstöðum. Það getur hvorttveggja verið. Verið getur, að Snorri Brandsson, er seldi Laugar 1399, hafi verið afkomandi hans, og borið nafn hans. Sú sala mun hafa orðið tilefni til þess, að bygðin á Laugum var lögð niður. Hrafnabjörg eiga litið land- rými. Og þá er ábúandi Hrafnabjarga var orðinn eigandi Lauga, hlaut hann að sjá sér hag við að leggja bygð þar niður og nota jörðina sjálfur. Og enn í dag er land Lauga aðalbeitiland Hrafnabjarga. Br. J Um blóthússtoft á fyrli. Mér var falið að athuga, hvernig blóthússtóftin á Þyrli liti nú út. Það eru nú 12 ár síðan Sigurður sál. Vigfússon gróf hana út, og er hún nú aftur grasi gróin; enda er hún í túni. Fyrir bakvegg hennar sér glögglega og er sem mjótt þrep langs með honum að innanverðu. Einn- ig sér fyrir vesturgafli og er hann bogadreginn. En eigi mótar neitt fyr- ir framvegg, millivegg eða austurgafli. Að eins standa steinar upp úr grasrótinni hér og þar, alveg óreglulega. Er hætt við, að úr þeim veggj- um hafi verið tekið grjót eftir að S. V. skildi við þá. Nú er annað fólk nýkomið að Þyrli, og vissi það ekkert um blóthússtóftina. Að eins einn drengur var þar, sem gat vísað mér á hana. Gjörði eg uppdrátt af henni, eins og hún kom mér fyrir sjónir. Br. J.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.