Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 23

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 23
hana forngripasafninu. í búrtóftinni fundust leifar af skyrkeri, er stóð á 2 grágrýtissteinum, flötum. Efra yfirborð þeirra hafði fengið hvíta húð, er náði nál. 2 línur inn í steininn. Botn kersins hélt sér og var i al. 7 þml. í þvermál. Neðri hluti stafanna hélt sér líka, og var löggin, sem botninn var greiptur í, i þml. víð. Ofan af kerinu var fúið, svo hæð þess varð ekki ákveðin. I því var hvítt og gráleitt skyrefni, en ekki var það hreint nema neðst við botninn. Ofan til var það blandið mold og ösku. Austur af þessum tveim tóftum, framan til, urðu fyrir leifar af smiðju. Þar var aska mikil og viðarkolabingur. Þar var og dálitill stöp- ull eða hlaði af hellublöðum, er höfðu fengið svartan lit. Það hefir að líkindum verið smiðju-aflinn. Þar fanst hnífblaðsbrot, er þó var svo rygðað, að það hélt sér ekki. Allar voru tóftir þessar litlar; en stærð þeirra mældu byggingar- rnenn ekki. Magnús bóndi og fólk hans lýsti fundinum fyrir mér eftir minni sínu, er eg kom þangað um haustið til að grenslast eftir þessu. Þá skoðaði eg kolubrotið, kerleifarnar og steinana. Br. J. Fornleifafundiir í Fossnesi 1903. í Fossnesi í Gnúpverjahreppi var vorið 1903 bygð heyhlaða í bæj- arhúsaröðinni vestan til, þar var áður skemma og smiðja. Grafið var nið- ur alt að 4 al. djúpt, og nokkuð lengra inn í húsagarðinn en skemman og smiðjan náðu. Þá er skamt var komið niður, urðu fyrir hálfrotnar leifar af þorskhöfðabeinum. Þar nærri fanst ryðgað brot af sauðbjöllu, þetta hvorttveggja var svo ofarlega, að það hefir hlotið að vera frá tiltölu- lega seinum tíma. Eigi sáust þar byo-gingarleifar. En þá er lengra kom niður, kringum 3 al. djúpt, komu byggingarleifiirnar. Varð þar fyrir eld- hússhorn. Stóðu veggir hornsins óhaggaðir að neðanverðu. En er frá horninu dró, til beggja handa, var ekki eftir af veggjunum nema grjót- urð ein. Þar voru hlóð í horninu og öskustó undir. Frammi fyrir hlóð- unum stóð flatur drangasteinn upp á endann, svo sem 1 al. langur. Hann var skorðaður ofan í gólfið og helluflísir reknar utan með. Hann mun hafa átt að varna því, að eldur kæmist í móhlaða, sem leifar sáust af hinum megin hans, orðnar að moldu. Gólfskán var íyrir framan hlóð- in á nokkru svæði, hún var beinhörð og nál. 2 þml. þykk. Svo sem 1

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.