Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 43

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 43
43 leifunum af hörginum í Hörgsdal í Þingeyjarsýslu. Skýrslur um allar rannsóknir þessar með uppdráttum eru í árbókum félagsins; þar eru og skýrslur um nokkrar fornleifarannsóknir, er eigi hafa verið gjörðar af mönn- um i þjónustu félagsins t. d. rannsókn B. Olsens á Borgarvirki og á Vest- fjörðum 1884, rannsókn Br. Jónssonar á Þjórsárdal 1884, Jóns læknis Jónssonar á hoftóft og búðatóftum i Freysnesi 1895, rannsókn á leiði Guðrúnar Ósvífursdóttur o. fl. Rannsóknir þessar hafa sem eðlilegt er veitt margar mikilsverðar upplýsingar; sumpart hafa þær sýnt, hve frásagnirnar á sögurn vorum eru yfirleitt réttar og áreiðanlegar, og sumpart hafa þær leitt ný atriði í ljós; sem dæmi upp á hið fyrra má nefna húsatóftirnar á Sæbóli og brunarústirnar á Bergþórshvoli með skyrleifunum þar, og sem dæmi upp á hið síðara hoítóftirnar, svo að nú hafa menn fengið nokkurn veginn glögga hug- mynd um, hvernig guðsþjónustuhúsum hinna heiðnu forfeðra vorra hefir verið farið, eftir að Fornleifafélagið hefir látið rannsaka um 10 hoftóftir auk hörgsins í Hörgsdal, og eru rannsóknir þessar því merkilegri, sem eigi hafa fundist, svo kunnugt sé, í neinu öðru landi leifar af hofum, er æs- ir voru dýrkaðir í. Sjón er sögu ríkari um það, hvernig bústaðir forn- manna hafa verið, þar sem það er komið í ljós, að enn má sjá tóftirnar af húsum þeirra t. d. af bústað Ingimundar gamla í Víðidal, áður en hann nam Vatnsdal, og af bústað Eiriks rauða í Haukadal, áður en hann fann Grænland, svo að gera hefir mátt uppdrætti af þeim. Fornleifafélagið hefir frá upphafi kostað kapps um að styðja Forn- gripasafnið eftir þvi sem því hefir verið auðið; fyrir því hefir það lagt fyrir þá sem verið hafa í þjónustu þess, að spyrja uppi forngripi á ferð- um sínum og hvetja menn til að láta safnið fá þá, auk þess sem safnið hefir fengið alla þá forngripi, er þeir bafa fundið, eða komist yfir; slíkt hið sama hefir og kapteinn D. Bruun gert, eftir samráði við félagið. Enn- fremur hefir og félagið látið prenta í Arbók sinni vandaðar og nákvæmar myndir af ýmsum helztu gripum í safninu. Fyrstu árin gengu nokkuð margir í félagið, en síðan hefir félags- mönnum fækkað smámsaman; árstillög til félagsins hafa því náð skamt til að borga kostnað þess, en um mörg ár hafði félagið úr landssjóði 300 kr. styrk á ári til útgáfu Arbókarinnar og í tveim síðustu fjárlögum hefir félaginu verið veittur 400 kr. styrkur á ári; auk þess hefir það um all- mörg ár haft 100 kr. styrk frá Forngripasafninu til að spyrja upp forn- gripi Þar sem tekjur félagsins þannig hafa litlar verið, þá hefir aftur kostnaðurinn við framkvæmdir þess verið tiltölulega lítill. Sigurður Vig- fússon og Brynjólfur Jónsson hafa farið rannsóknarferðir sínar fyrir litla borgun, aðrir er gjört hafa rannsóknir fyrir félagið hafa enga borgun tek- ið fyrir starfa sinn, en að eins fengið útlagðan kostnað borgaðan ; ritlaun

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.