Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 4
4
var talið, er þúfnablettur, en uppblástursmelur í kring. A norðurjaðri
þúfnablettsins er upphækkun, eigi ólík fyrir að vera byggingarleifar, þó
það verði ekki fullyrt. Onnur rninni upphækkun er einnig á suðurjaðri
blettins, og er sama um hana að segja. Hér er nefið eiginlega þrotið:
bakkinn að norðanverðu snarbeygist til norðurs, því þar kemur Þverá úr
norðurátt. Uppblástursmelurinn, sem nú var nefndur, nær yfir talsverða
spildu austur frá mannvirkjunum. Hefir þar verið grunt á möl, en grjót,
sem hafa mætti til bygginga, er þar hvergi að sjá, og hygg eg því, að
mannvirki þessi séu grjótlaus. Eg bjó til uppdrátt af nefinu og mann-
virkjunum á því. En ekki gat eg komist að fastri niðurstöðu um það,
til hvers þessar byggingar hefði verið notaðar. Mér sýnist ekki líta út
fyrir, að það séu raðir af búðatóftum; að eins kynni að vera spursmál um
vestustu röðina. En hin einstaka tóft, þar fyrir vestan, litur út fyrir að
vera búðartóft. Hin eina tilgáta, sem mér datt i hug, er sú, að meðan
svæðið var breiðara, hafi búðir verið sunnantil á þvi, en þingfundastaður-
inn norðan til, ef ekki norðauundir þvi á undirlendi við Þverá; — þetta
getur alt verið afbrotið; og ef þá hefði verið raklent þar, sem nú eru
garðlögin, þá kynni þau að vera gjörð til að ganga eftir þeim til þing-
funda. En ekki held eg þessari tilgátu fram, ef önnur kemur sennilegri.
Það getur verið, að hin einstaka búðartóft hafi verið austasta búðin, binar
hafi verið lengra vestur á Faxinu, þar sem nú er af brotið og Hvitá
rennur vestur um. En þá get eg ekki, að svo komnu, gizkað á, til hvers
þessi mannvirki, sem enn sjást, hafi átt að vera.
Einnig bjó eg til uppdrátt af Stafholtseyjarlandi, eins og það sýnist
af Stafholts-fellinu. Er Hvítá þar sýnd eins og hún hefir runnið til forna,
meðan Faxið var heilt og eyjan áföst Neðra-Nesslandi.
3. Þing;hólsþingr.staður.
Það sést bæði af Eglu og Gunnlaugs sögu ormstungu, að á dögum
Þorsteins Egilssonar höfðu Mýramenn. þingstöð fyrir sig uppi undir fjalli.
Raunar er nafnið Þinghóll ekki nefnt, en staðurinn er nú á dögum nefnd-
ur því nafni. En óefað er það fornt. Er það bæði, að hóllinn er á þeim
stað, sem vel ber heim við sögurnar, enda eru vegsummerkin þar all-
glögg. Þar sést með vissu fyrir 23 tóftarústum, er flestar virðast að vera
búðatóftir. Grjót er í þeim öllum, en flestar eru þær mjog aflagaðar og
óhægt að ákveða stærð þeirra. Hóllinn er við Gljúfurá vestanmegin, en
austanmegin er bærinn Grísartunga skamt þaðan uppi í fjallbrekkunni.
Rennur áin í boga kringum hólinn á 3 vegu, norðan, austan og suðaust-