Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 6

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 6
að Þórður gellir hafi riðið austur Bröttubrekku, því að sagan getur þess fyr, að allir þeir, er í málunum voru, komu saman, en hins síðar, að þeir riðu ofan með Norðurá I sjálfu sér er ekkert á móti þessu. Eu á hinn bóginn liggur beint við að ætla, að Þórður hafi farið til gistingar að Svignaskarði tii Þorkels trefils, og gæti þá orðalag sögunnar átt rót sína í ókunnugleik söguritara. Sé nú þetta rétt til getið, þá var skamt til Hólmavaðs, en langt til Hábrekknavaðs. Og víst má telja, að þá hafi Norðurá verið fær á Hólmavaði, er Hvítá var fær á Þrælastraumi. Og af þeim líkum, sem eg hefi tekið fram, hygg eg að í þá daga hafi Hólma- vað verið fært einnig t vatnavöxtum. Og því hygg eg, að Fróðármenn hafi farið þar með lík Þórgunnu. Það er i beinni stefnu frá Valbjarnar- völlum að Neðra-Nesi. S. V. ætlar, að Þorgils Hölluson hafi farið fyrir austan Gtísartungu, hjá Múlakoti, Litla-Skarði, Gröf og Grafarkoti til Há- brekknavaðs. En svo ógreiða leið hygg eg hann hafi varla farið, þar eð hann gat haft beinan og greiðan veg ofan með Gljúfurá, yfir hana fyrir neðan Svignaskarð, þaðan stuttan, en greiðan krók til Hólmavaðs, og með því hann fór yfir Hvitá á Bakkavaði (síðar Grófixrvaði, sem eg er S. V. sam.dóma um) þá má kalla alla leið hans beina með þessu móti. Auðvit- að verður ekkert sannað um þetta. En rneiri líkur sýnist mér að bendi á, að Eyjarvað sé fremur Hólmavað en Hábrekknavað. 5. Einbúabrekkur og- Einbiíanes. Svo segir í Eglu (29. k.): »Odd einbúa setti hann (Skallagrímur) við Gljúfurá að gæta þar laxveiðar. Oddur bjó undir Einbúabrekkum. Við hann er kent Einbúanes«. Urn þessi örnefni segir Einar Guðnason i bréfi sinu: »Einbúabrekkur eru neðarlega í Skarðshala við Gljúfurá. Undir þeim er rúst mikil. Þar suðurundan er nes, sem mun vera Ein- búanes«. Skarðshali er kallaður neðri endinn á Svignaskarðslandi, sem er langt og mjótt. Þar gengur ofan holtahryggur skógi vaxinn og eru brekk- ur þar austanímóti, en mýri neðanundir þeim meðfram Gljúfurá. Brekk- urnar fara hækkandi ofaneftir og bevgjast mót suðri þar, er holtin þrjóta. Þar eru þær á stundum nefndar sHábrekkurnar*1, en eiginlega heita þær Einbúabrekkur. Þar framundan, sem brekkurnar taka að beygjast mót suðri, myndar Gljúfurá breiðan bug. Breytir hún þá stefnu sinni, er jafn- an hefir verið til suðurs, en verður þaðan til vesturs. Enda er þá skamt að ósi hennar. Bugurinn, sem hér ver'ður á henni, myndar nes eigi all- lítið. Það er mýrlent og engi gott. Nú á dögum er þvi eigi nafn gef- ið. En án efa er það Einbúanes. Þar getur eigi verið um annað nes að ræða. Sigurður bóndi Jónsson á Haugum, fróðleiksmaður og vel að sér, 1) »Hábrekknavað« er kent við alt aðrar Hábrekkur.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.