Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 12

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 12
12 inn í vesturenaa. Hann er miklu meira niðurhlaupinn en austur’hlutinn. Ef til vill kemur það af mishæð bergsins, sem undir er. 11. ísleifsstaðir og ísrauðarstaðir. Svo segir Lndn. (II, 2): »ísleifr ok Israuðr, bræður tveir, námu iand ofan frá Sleggjulæk milli Ornólfsdalsár ok Hvítár, et nyrðra ofan til Rauðalækjar, enn et syðra ofan til Hörðhóla. ísleifr bjó á Isleifsstöðum, en ísrauður á Israuðarstöðum ok átti land et syðra með Hvítá«. Hvorugur þessara bæja, Isleifsstaðir né ísrauðarstaðir, er nú bygður, og hafa þeir víst verið í eyði síðan i fornöld. Og nöfnin eru eigi einusinni til sem örnefni. En rústir þeirra, hvors um sig, hyggur Jósafat ættfræðingur sig hafafund- ið, og er það án efa rétt. Fann eg þær í sumar eftir tilvísun hans. Isleiýsstaðir hafa verið á grundinni, sem verður austanmegin Örnólfs- dalsár gagnvart Norðtungu. Þar rennur Sleggjulækur i ána, og eru rúst- irnar á suðurbakka hans og eigi langt frá ánni. Þær eru í tvennu lagi. Hin eystri er eigi annað, nú orðið, en stórt þúfnabarð; það er að vísu auðsjáanlega byggingarleifar, en þó er eigi hægt að greina þar tóftir með neinni vissu. Vestri rústin er nær ánni og hún er framar á lækjarbakk- anurn. Hún er einnig orðin þúfnabarð, en þar má þó gjörla sjátóft, sem er fyrir víst 5 fðm. löng og um 3 fðm. breið. Hún liggur frá norðvestri til suðausturs. Suðaustur endinn er horflnn í þýfi, og má eigi vita nema tóftin sé raunar lengri. Ekki verður heldur sagt með vissu hvar dyrnar hafa verið. Af stórþýfi, sem þar er til hliðar, má sjá, að þar hafa fleiri hús verið. Svo þótti mér, sem þessi vestari rúst mundi hafa verið bær- inn, en hin eystri fjósið og hlaðan eða heystæðið. Þó verður það ekki fullyrt að svo komnu. — Ofar á grundinni og fyrir norðan lækinn er rúst, sem að visu er nokkuð gömul, en þó eigi fornleg. Hún er glögg, og má sjá að það eru sauðahús með hlöðu, án efa frá Sleggjulæk. Rúst Israuðarstaða er skamt inn frá túngarði á Brúarreykjum. Þar hallar landi mót suðaustri að Hvítá og eru þar sumstaðar gamlir uppblástr- ar. Rústin er í móatorfu, er þar gamall jarðvegur, en blásið fyrir ofan og gróið upp aftur. Rústin er mjög niðursokkin, en þó eigi orðin að þýfi. Mun það því að þakka, að jarðvegur er harður og eigi allþykkur. Hún stefnir frá norðlægu austri í suðurhalt vestur, þannig að suðaustur- hliðin snýr undan hallanum. Þar eru tvær tóftir, hvor af enda annarar. Lengd hinnar vestri er um 3 fðm., hinnar eystri um 3 fðm. Hvor tóft- in um sig sýnist hafa útidyr á suðurhlið, en einnig mótar fyrir dyrum á miðgaflinum. Þó er þetta eigi glögt. Á efri brún torfunnar er sérstök tóft, er snýr endanum til suðausturs og hefir þar dyr. Efri endi hennar hefir blásið burt, svo lengd hennar verður eigi ákveðin. Á að gizka hef- ir þar verið fjós, en burtu mun blásin hlaðan eða heystæðið, sem aftur

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.