Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 22

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 22
22 vel 4 a!. djúpt niður. Svo sem 3 al. djúpt undir jarðvegi kom hann nið- ur á leifar af vegg: undirstöðu og svo sem 2 steinalög ofan á. Mátti sjá á legu steinanna í veggnum, að norðurhliðin hafði vitað inn í tóft, en suðurhliðin inn í vegg. Með öðrum orðum: Þetta var framveggur tóft- ar. Þar við kemur það heim, að bakvið fjósið og hlöðuna sér fyrir garð- lagi, sem varla getur annað verið en bakveggur tóftar. Hefir sú tóft þá verið allstór, en þó ekki stærri en margar forntóftir aðrar. Eigi gróf Úlf- ar fyrir enda veggjarins, og eigi heldur alveg upp að bakveggnum. Nokkru fyrir innan veginn fann hann bollastcin. Virtist hann tilhöggvinn og er kringlóttur að kalla, vel 1 al. á hæð, en ekki yfir 3 kvrt. í þver- mál. Bollinn í honum nál. 14 þml. í þvermál, en alt að 16 þml. á dýpt. Barmurinn rúml. 3. þml. á þykt, og þó sprunginn á einum stað, svo bollinn er þeim mun brothættari. Enda er efni hans þursaberg (breccie), og eigi mjög fast í sér. Líka fann Úlfar þar kolubrot úr járni, ryðgað mjög og fallið framan af. Hún er nokkuð breið til að vera ljós- kola. Þó bendir það á viðhöfn, að hún hefir snúinn tanga. Hafi bolla- steinninn verið hlautbolli og tóftin hoj (heimahof frá landnámsöld), þá gæti kolan verið ljóskola til lýsingar í hofinu og þvi í stærra lagi. En oftast munu hlautbollar hafa verið úr blágrýti: Það er bæði fegra og haldbetra. Bollasteinninn getur nú líka hafa verið herzlubolli járnsmiðs og tóftin smiSjutójt, þó hún raunar virðist vera nokkuð stór til þess, og þá gæti kolan verið ætluð tii að bera í henni uppkveikjuglóð í smiðjuna. En lík- legt er, að þá hefði fundist meira eða minna af sindrum; en það var þó ekki. Læt eg þetta óákveðið að svo stöddu. Úlfar geymir muni þessa fyrst um sinn. Br. J. Fornleifafundur í Bryðjuholti 1903. Vorið 1903 var bygð heyhlaða í Bryðjuholti í Hrunamannahreppi. Hún er austantil í bæjarhúsaröðinni. Grafið var fyrir henni rúml. 3 al. djúpt. Þar urðu fyrir leifar af veggjum tveggja tófta, eigi stórra, er virt- ust hafa verið eldhús og búr. Eldhússtóftin var vestar. í henni voru hlóð og öskustó undir. Þar stóð Ijóskola milli steina og tók nokkuð fram úr. Hún var úr steini, er líktist hverfusteini af efni. Endinn, sem inn á milli steinanna var, brotnaði af. Kolan sjálf (eða bollinn) er 3X2 þml. á vídd en x/g þml. á dýpt. Bóndinn, Magnús Jónsson, lofar að gefa

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.