Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 16

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 16
þá hefi eg nú komist að þeirri niðurstöðu, að ólíkindin séu minni en mér hafði áður sýnst, og að frásögn Lndn. geti verið sönn. Hraunið norðanmegin árinnar, — sem er endi. Surtshellishraunsins, — virðist ekki að vera mjög gamalt, ef til vill litlu eldra en bygging landsins. Má vera, að á landnámstíð hafi það ekki verið signara en svo, að lægra hafi verið fram úr Melrakkadal. Og hafi ásinn þá verið áfastur Guðlaugshöfða, þá var þar stífla fyrir ánni; hún átti þá ekki annars kost en falla »um Mel- rakkadal ofan«. Og á meðan hún rann þar, er eðlilegt að hann væri dýpri, einnig þar, sem nú eru höftin. Þá hafa þrengslin verið gljúfur. Skriðurnar, sem úr þeim hrundu, hefir áin borið fram jafnóðum. Þannig geta þessi ólikindin horfið. Það er aðalatriðið, að hraunið þurfi að vera mun hærra en það er. Og svo hefir á sínum tíma verið. En í fljótu bragði sýnast önnur ólíkindi eftir: það sýnist ofvaxið mannlegum krafti, að veita slíku stórvatni, sem Hvítá er, gegnum svo háan ás. En þess er að gæta, að rneðan áin gat runnið fram úr dalnum, hlaut vatn hennar að standa hátt fyrir innan ásinn. Þurfti þvi ekki að grafa svo sérlega djúpt skarð í hann til þess, að dálitil kvísl færi að renna þar. En þá var spilið unnið; hnöllungabergið er svo laust í sér, að úr því þar komst vatnsrensli á, hefir straumurinn ekki þurft langan tíma til að mynda þar farveg fyrir alla ána. Og þá er hún var komin gegnum áss-halann, var henni sjálf- gjör farvegur ofan með ásnum, eftir lægðinni sem rayndast hefir, — þar eins og annarstaðar, — milli hrauns og hæðar. — Þessi ólíkindi geta því einnig horfið. — Ekki sjást nein merki eftir af virki Bölverks. En það er ekki að marka. Þar sem bygð hefir haldist, eru öll forn mannvirki vanalega horfin. Ur því eg gat þess, að hraunið norðanmegin árinnar er endinn á Surtshellishrauninu, þá skal eg einnig geta þess, að í sama hrauni er, á móts við Fljótstungu, annar hellir, sem heitir Víðgemlir. Hann er ærið langur og all-djúpur, en ekki svo víður sem af nafninu mætti ráða. Hann hefir engar dyr, en göt hafa brotnað á hann. Er þar urð undir og má þar sumstaðar komast ofan. Hinn sami loftstraumur í hraunsteypunni, sem myndaði Surtshelli, virðist einnig að hafa myndað þennan helli; mun hann að því leyti framhald hans. Það er ætlun mín, að dalurinn, sem hraun þetta er runnið eftir, sé sá dalur, sem Landn. nefnir Skáldskelmis- dal. »Skáldsk?elmir« virðist haía venð viðtimefni manns, — að sínu ley^ti eins og »Austmannaskelmir«, — og standa í sambandi við sögulegan við- burð, sem nú er gleymdur. 15. Prestshús heitir þúst noklfir á brúninni fyrir ofan engjarnar milli Stafholts og Arn- arholts. Það virðist upprunalega vera stakkgarður. Hefir þaðan verið

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.