Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 5

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 5
5 an. Alfaravegur liggur með ánni upp að hólnum, þá vestanmegin hans og kemur aítur að ánni fyrir ofan hann, liggur þar yfir hana og svo upp yfir fjal! fyrir vestan Grisartungu-bæinn. Sunnan í hólnum er brekka, nokkuð brött og vestantil á henni er dálítill klettabaii. Er þaðan góð út- sjón Mun það vera þingbrekkan, sem Egla nefnir. Annarstaðar er hóll- inn afhallandi utanmeð, en flatur ofan með smærri og stærri bölum hér og þar. Á þeim öllum sér til tófta, og nokkuð víðar. Bjó eg til upp- drátt af hólnum og rústunum og þarf því ekki að lýsa þeim með mörg- um orðum. Enda hefir Sigurður Vígfússon lýst þeim nokkuð áður (Árb. 1886, bls. 1.). Að eins skal eg geta þess, að á norðasta balanum, sem er einna víðastur um sig, hafa verið 2 tóftir; hin vestri virðist að hafa verið búðartóft, en hin eystri er miklu stærri, og litur svo út, sem hún hafi verið jöfn á alla vegu. En veggir hennar hafa að mestu leyti hrunið út af balanum og mynda grjótdreifarbaug utanurn hann ofantil, nema þar, sem vestri tóftin er. Datt mér í hug, að hér kynni að hafa verið afgirð- ur staður til þingfunda (dómhringur? »lögrétta«?). Þingbrekka virðist eink- um að hafa verið notuð til að halda þar opinberar tölur. — Þar, sem bugur árinnar er rnestur austanvið hólinn, er sundurdráttarrétt Borghrepp- inga. Hún er kend við hólinn og heitir Þinghólsrétt. -J. Eyjaryað. I Árbók fornl.fél. 1884 — 85 hefir Sigurður Vigfússon tilfært þá staði, sem nefna Eyjarvað á Norðurá: í Hænsa-Þórissögu ferð Þórðar gellis til Þingnessþings, í Eyrbyggju ferð Fróðármanna með lík Þórgunnu og í Laxdælu ferð Þorgils Höllusonar til vígs Helga Harðbeinssonar. Kemst S. V. að þeirri niðurstöðu, að Eyjarvað muni vera sama sem Hábrekkna- vað. Segir hann, sem satt er, að Hábrekknavað sé þrautavað á Norðurá, og eyrin, sem þar er i ánni, sé stór sera ey, og með nokkru grasi. Hún mun samt aldrei hafa verið kölluð cy, og er grasið á henni aðeins nýgræðingur. Kaalund ætlar, að Eyjarvað sé sarna sem Hólmavað, og það þykir mér líklegra. Hólmavað er niður frá Haugum og fyrir ofan Staf- holt. Að vísu er það nú eigi fært, nema áin sé lítil; en auðséð er, að fyrrum hefir það verið miklu grynnra, því þá hefir áin slegið sér þar meira út og runnið i tveim kvislum. Er vestur-farvegurinn nú grasi gróinn, og eyjan, eða hólminn, sem áður hefir verið þar, er nú fastaland vestan ár- innar. En vegsummerkin eru glögg. Lítur út fyrir, að meðan áin rann þannig, hafi þar verið breitt og grunt vað, og ef til vill engu lakara þrautavað en Hábrekknavað. Lausasandurinn, sem nú er i botninum, hefir þá líka verið minni, því áin eykur hann árlega með framburði sínum. En svo er að líta á, hvort vaðið beinna liggur við: S. V. ætlar,

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.