Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 40

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 40
40 kenna dönskum áhrifum á málið, einkum einmitt ritmálið og þá sérstak- lega útleggingar úr dönsku. — Með orðunum IFER : VNNV byrjar næsta setning, hin fyrsta af 3, sem enda svo á orðinu MEIR og eins og heyra saman. — I : CHRISTO þ. e. i trúnni eða fyrir trúna á Krist; CHRISTO er hér þágufall eftir latneskri beygingu nafnsins. Þessi orðatiltæki um yfirvinning í Kristi, hluttekning sigursins o. s. frv. eru tekin úr biblíu- málinu1 og prédikunarstýlnum. Það er annars aðgætandi, að í þessum 3 setningum er höfð fleirtala, sem líka er réttara, þar eð um 2 er að ræða, en í 1. setningunni er höfð eintala. í setningunum, er nú koma, er aft- ur um Halldór einan að ræða, og þvi að eins höfð eintala eins og í 1. setningunni. — Sonarsonur hans, sem hér er getið, hefir að líkindum verið barn að aldri er hann dó. — MEIR þ. e. framar, nefnil. hinum öðrum, ævarandi dauða. — ANN° þ. e. anno, á árinu, staðarfall af latn. orðinu annus, ár. — MARCI, eignarf. eint. af latn. nafninu Marcius (rétt- ara Martius), Martsmánuður. — Þrjú síðustu orðin í síðustu línu eru vegna rúmleysis án millibila og er síðasta orðið skammstafað þannig, að fyrsti stafurinn einn stendur: H, sem án efa táknar liende. Þessi ritningargrein er tekin úr Spekinnar bók 3. kap. 1. v. og kemur fyrir á fleiri ísl. leg- steinum (sbr. Arb. fornl. 1897, bls. 39 og 1901, bls. 31). Grafletrið hljóðar því þannig: »Hjer under hvíler greptraður erlegur, krossreindur og rjett-tníaður maður, Halldór Jónsson, samtt hans sonarson. Ifirunnu í Cliristo, eru sigursins hluttakande orðner og deia ekki meir. Veg~ jerðardagar 62 ár. Sojnaðe í guðe anno 1648, 9. Marci. Sáler rjettlátra eru í guðs hjende]1!.. 1) Sbr. t. d. 2. Kor. 214, Jóh. 1683 og 1. Jóh. 54-3. (Framhald í næstu Árbók).

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.