Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Page 15

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Page 15
ins og afstaða benda til þess. Og ekki verður vísað á þann bæ annar- staðar. En undra rná þó, að ekki skuli sjást þar nema ein einasta tóft, ef þeir hefði búið þar hver fram af. öðrum, Ketill blundr og Þorgeir blundr, sonarson hans. Rústin bendir miklu frernur til, að bygð hafi ekki haldist þar lengi, verið að eins reisuleg byrjun bygðar, en eigi verið hald- ið áfram til lengdar, og húsum því eigi fjölgað. Þeir rnunu ekki hafa búið þar báðir, heldur að eins Þorgeir, hann hygg eg hafi byrjað þar bú- skap, en verið of stórhuga til að una þar. Enda komst hann þaðan að Anabrekku. En Ketill blundr, afi hans, mun hafa komið gamall út, setið um kyrt í Þrándarholti, en aldrei flutt sig þaðan að Blundsvatni. Mun Lndn. fara þar »Blunda« vilt, sem auðveldlega gat orðið. i4. „Hvítá í gegnum ásinnK Svo segir í Lndn. (II, i): »Þórarin vo Músa-Bölverkr, er hann bjó í Hraunsási. Þá let hann gjöra þar virki ok veitti Hvítá í gegnum ásinn, enn áðr fell hon um Melrakkadal ofan«. Melrakkadalur heitir nú Skolla- dalur; það er sama nafn i annari mynd. Sá dalur er mjór og iangur og liggur í boga sunnan og vestan kringum ásinn, sem bærinn Hraunsás stendur sunnanundir. Stendur bærinn á hjallamynduðu þrepi sunnan í ásnum við dalinn. Þar er mýrardrag eftir dalnum, eigi ólíkt gömlum vatnsfarvegi, en vestar verður hann þrengri, og ásarnir báðum megin hans hærri. Þar hafa skriður hrapað í hann, svo hann er upphækkaður, og ern sumstaðar höft yfir um hann, setn næstum skifta honurn sundur þar sem þrengslin eru mest. Eins og hann lítur nú út, eru því engar likur til að Hvítá gæti »fallið urn hann ofan«. Það væri upp á móti, og það svo mjög, að þó áin væri nú stífluð bak við ásinn, þá nnindi hún fyr fljóta upp á hraunið norðanmegin, en að hún kæmist alla leið fram úr Skolladal. Á hinn bóginn er það réttmæli, að hún rennur »gegnum ás- inn«. Þar, sem austurendi ássins liggur að henni, er hnöllungabergsham- ar, en hinum megin hennar er þar annar samskonar hamar á rnóti og skamt á milli Er auðséð, að austurhali ássins, sem upprunalega hefir verið, er afskorinn. Er það nú lítil, sérstök, hraunlaus hæð í austurbakk- anum. Hún heitir Guðlaugshöfði. Liggur hraun að honurn á alla vegu, nema þar er að ánni veit. Það er sarna hraunið, sem myndar norður- bakka árinnar alstaðar móts við ásinn, og rennur hún þar um þrönga skoru. Er þar nú brú gjör fyrir nokkrum árum. Hefi eg oft farið þar yfír og svo veginn eftir ásnum. Hefi eg þá í hvert sinn haft í huga sögn Lndn. um Músa-Bölverk, og oft komið í hug að rita um hana; en ávalt hætt við það vegna ólikinda þeirra, er eg hefi nú tekið fram. En eftir að eg hafði, — í ferð minni um Suðurnes í fyrrasumar, — fengið sannanir fyrir því, hve mjög hraun síga saman og lækka með tímanum,

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.