Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 10

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 10
IO Grófum við þar niður hér og þar. Á svæði, sem svara mund i stórri hús- tóft, var alstaðar fyrir lag af mósvörtu efni, nokkuð þéttu, er naumast gat verið annað en gólfskán. Það var hvergi að finna nema á því svæði í þúfnabarðinu. Einnig fundum við þar viðarkolaösku á einum stað. Ekkert slíkt fundum við í barðinu fyrir vestan lækinn. Eystra barðið mun því hafa verið bæjarrústin, hitt að likindum fjós og heystæði. Þannig má álíta það víst, að Karlsfell er Lndn. nefnir, sé það fjall, sem nú heitir Vikrafell. Mátti eins vel segja, að bærinn stæði undir fjallinu, þó lækur- inn væri á milli fjóss og bæjar og bærinn að eins á þann hátt fráskilinn fjallinu. Taki maður það saman: að mannsnafnið Karl er mjög sjaldgæft í fornöld, að bæjarnafnið Hrómundarstaðir breytist svo snemma í Karlsbrekku og að skamt er milli Karlsdals og Þverárhlíðar, þá getur það gefið bend- ingu um, að öll þessi örnefni séu kend við sama manninn. Karl í Karls- dal gat t. a. m. keypt Hrómundarstaði og ffutt þangað, og nafnið breyzt fyrir það sama. En slíkt gjörir nú ekkert til. 9. Eldgrímsstaðir. Svo segir Landn. (II, 3.): »Arnbjörg hét kona; hon bjó at Arn- bjargariæk; hennar synir váru þeir Eldgrímr, er bjó á bálsinn upp fráArn- bjargarlæk, á Eldgrímsstöðum« .... Arnbjargarlækur er enn bygður, en nafnið Eldgrímsstaðir er týnt. Raunar kveður Landn. fremur skýrt á um staðinn: að Eldgrímur »bjó á hálsinn upp frá Arnbjargarlæk«; »hálsinn« er án efa misritun, og á að vera: hálsinum. Eldgrímsstaðir hafa' eftir því verið á hálsinum upp undan Arnbjargarlæk. Þangað fór eg upp, og með mér Þorsteinn, sonur Þorsteins bónda á Arnbjargarlæk, greindur og at- hugull piltur. Þar uppi hallar hálsinum mót suðri. Þar fellur lækur of- an. Úr honum verður bæjarlækurinn á Arnbjargarlæk. Austanmegin lækj- arins uppi á hálsbrúninni er fögur brekka og er bvammur fremst í henni. Þar eru seljarústir, selið sjálft hefir verið í miðjum hvamminum, en kvíja- tóft er litlu framar. Undir seltóftinni hefir verið aflöng upphækkun, sem vel getur bafa verið forn tóft. Og þar eð þetta er eini staðurinn þar uppi, sem landslag gæti bent til að bær hefði verið, og sem jafuframt ber alveg heim við Landn., þá get eg til, að rúst Eldgrímsstaða sje undir sel- tóftinni. Er. ekki von að mikið beri á henni, þannig spiltri, eftir svo langan tíma. Það er kunnugt, að Eldgrímur varð skammlífur; en bær hans hefir varla haldist í bygð eftir hans dag. 10. Þórunnarholt m. m. Svo segir í Landn. (s. st): »Þórunn hét kona, er bjó í Þórunnar-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.