Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 25

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 25
í skrá forngripasafns Dana, sem er í handriti, stendur skrifað árið 1819 við nr. CXXXVI: »Frá verzlunarstaðnum Eyrarbakka á íslandihafa fyrir tilhlutun stiftsyfirvaldsins eftir kröfu fornleifanefndarinnar verið send- ar seinustu leifarnar af hinni eyðilögðu altaristöflu Skálholtskirkju, sem kölluð var Ögmundarbrík, nefnil.: a) Páll (postuli) mjög skemdur og Jóhannes skírari með vefjarhatt á höfði, 2 kvenn-dýrðlingar nefnil. Margrét helga standandi upp á drek- anum og annar höfuðlaus. b) Skrautmyndir í gotneskum stíl, meðal annars rúm. c) 4 partar tilheyrandi afturhliðinni á einhverri biblíumynd, með trjám, klettum og þess háttar. Glögt má sjá, að alt hefir verið gylt og mjög dýrðlegt, þótt lengi hafi verið farið illa með það á Eyrarbakka og það hafi verið geymt í salthúsic1. Þannig segir í skránni, en á safninu eru nú sýndar aðeins 2 mynd- ir af Ögmundarbrík, sín á hvorum stað, eru það þau Jóhannes skírari og Katrín helga (ekki Margrét helga, eins og í skránni stendur). I geymslu- húsum safnsins finnast nú aðeins: hinn kvenndýrðlingurinn, partur af rúmi með háum rúmstólpum og 2 partar, er virðast vera af þeim 4 úr aftur- hlið; alls eru þvi vísir 6 partar úr bríkinni af þeim sem skráin greinir. Hitt finst nú ekki, en er víst í fórum safnsins. Þessum myndum er ekki alls kostar rétt né nákvæmlega lýst á skrá safnsins. Þær eru allar skornar úr eik og er hún nú orðin mjög dökk- leit og farin nokkuð að feyskjast. í skorum og lautum vottar fyrir gipsi af Island, I, s. 169, n. x): »En stor del af kirkens interessanteste ejendom solgtes ved offentlig avktion 1802; en berömt altertavle fra den katolske tid, den saakaldte »Ö g m u n d a r b r í k«, henlaa i mange aar paa Orebakke han- delssted, indtil resterne af den 1819 nedsendtes til K0benhavn«. 1) Katalog over Nationalmuseets danske Afdeling, 1819, CXXXVI: »Fra Handelspladsen Örbak i Island sendt ved Stiftsövrighedens Foranstaltning efter Commissionens Begiæring de sidste Levninger af den ödelagte Skalholts Kirkes Altertavle, som kaldtes Ögmuudar Brik, nl. a) Paulus meget beskadiget og Johannes den Döbere med Turban paa. 2£f quindelige Helgener nl. Den hellige Margrethe staaende paaDrageu og en anden uden Hoved, b) Ornamenter, forestillende Forziringer i Gothisk Smag hvoriblandt en Seng. c) 4 Stykker hörende til Baggrunden af en bibelsk Scene, med Træer, Klipper og deslige. Man kan tydelig se at det Hele har været forgyldt og meget prægtigt, skiönt det paa Örbak længe har været mishandlet og henlagt i et Salthus«. 4

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.