Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 11

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 11
holti; hon átti land ofan til Víðilækjar ok upp til móts við Þuríði spákonu, systur sína, er bjó í Gröf. Við hana er kenndr Þórunnarhylur í Þverá. Frá henni eru Hamarbyggjar komnir«. Þórunnarholt heitir enn skógivaxið holt við Þverá, nokkru fyrir innan Arnbjargarlæk. Við holtið heitir Þór- unnarhylur í ánni. Skamt utar rennur lækur í ána; hann dregst saman úr mýrakeidum fyrir vestan og ofan holtið, en fyrir austan Arnbjargar- læk. Nú er honum ekkert nafn gefið. En eigi er um annan læk að ræða, er verið geti Víðilækur. Kemur vel heim, að hann sé þetta. Enda eru þar enn dálitlir víðirunnar. Engar sjást rústir í Þórunnarholti. En vera má að þær hafi verið á fit við ána, sunnanundir holtinu; hún er nú sumpart afbrotin, en sumpart hulin auri, — því áin ber aur undir sig og hækkar upp við það. Litlu innar er hellir við ána. Segja munnmæli, að Þórunn hafi búið í honum. En fremur tel eg það ólíklegt. Nú á dög- um flæðir áin inn i hann í vatnavöxtum, og hefir borið þangað svo mik- inn aur, að nú er ekki manngengt i hellinum. Og meðan árburður sá var minni, hefir gólfið verið lægra, og því sama hætta fyrir ánni, þó hún lægi þá lægra. Sennilegast þætti tnér, að Þórunn hefði raunar ekki búið í holtinu, en að eins dvalið þar iðulega vegna veiðiskaparins í Þórunnar- hyl. Hinn eiginlega bæ sinn get eg til að hún hafi haft á Hamri. Þar bjuggu afkomendur hennar. Þar spölkorn ofar mun Þuríður systir henn- ar hafa búið, í dal sem nú tilheyrir Hamri og heitir Hamarsdalur. Eftir honum rennur lækur og á austurbakka hans er á einum stað rúst, sem að vísu likist stekkjarrúst, en er þó fornleg, og þar vottar fyrir fleiri rúst- um, enn fornlegri. Hygg eg að hér hafi verið bær Þuríðar, en ef til vill stekkur frá Hamri verið bygður á rústum hans síðar. Götur, sem þar liggja um, hafa einnig hjálpað til að eyðileggja fornar byggingarleifar. Sá bær hefir verið réttnefndur Gr'ój. Veit eg engan, sem eins vel ber nafn með rentu, því kalla má, að þar sjáist ekki nema upp í heiðan him- ininn. Og þar eð Þuríður var »spákona«, og því að líkindum »forn í skapi«, mun slíkur bústaður hafa átt vel við hana. En hvað sem því líð- ur, þá kemur þetta vel heim við Lndn.: Þórunn átti land »upp til móts við Þuríði«. Land Þuríðar var því fyrir ofan land Þórunnar og hefir mest legið uppi á hálsinum. Þá er líka auðskilið, hvers vegna Eldgrímur setti bæ sinn »á hálsinn upp«. Fénaður Þuríðar hefir gengið .vest- ur á hálsinn í land Arnbjargar. Eldgrimur hefir viljað koma þeim á- gangi af. Brennistaðir heitir eyðibýli, sem er nálægt því mitt á milli Arnbjarg- arlækjar og Hamars, nærri veginum. Þar hafa á sínum tima verið all- mikil stórhýsi, en nú orðin óglögg. Þó má sjá, að miðgafl hefir skift aðalhúsinu í tvo hluti, eigi minna en 4 fðm. langa, hvorn um sig. Bak við austurhlutann sýnist vera önnur tóft samhliða. Vesturhlutinn er op- 2*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.