Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 8

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 8
8 Þorgeirshróf án efa hafa verið, þó ekki sæist aðrar menjar en þetta. Það er landslagið, sem ótvirætt bendir á þenna eina stað, og kemur það vel heim við söguna. 7. Grímsdalui*. Svo segir Landnáma, (II. 3.). »Gríss ok Grímur hétu leysingjar Skallagríms. Þeim gaf hann lönd uppi við fjöll: Grísi Grisartungu en Grími Grímsdal«. Grísartunga er enn bygð, og stendur bærinn suðaust- an í móti í blíð þeirri, er verður fyrir norðan Gljúfurá, þar, sem hún kemur fram úr fjallinu. Liggur sú hlíð síðan til norðurs. Gagnvart henni að austan gengur fram hár múli, er bærinn Múlakot stendur undir. Þar inn á milli gengur dalur mikill og grösugur. Það er Grímsdalur. Þar heíir nú lengi ekki bygð verið. — Ásahaft, nokkuð breitt, liggur yfir- um dalinn að framanverðu; kemur áin, sem eftir dalnum rennur, gegnum það fram úr gljúfri og rennur í Gljúfurá gaguvart Þinghól. Fyrir innan ásahaftið lækkar dalurinn, er þar allvíður og sýnist byggilegur. Þar er þó eigi rúst að sjá. Svo beygist dalurinn til norðurs. Þar eru í honum fagrar sléttur. Vestantil á þeim kemur lækur úr fjallinu og eru talsverðar rústir á austurbakka hans við fjalhð. Mest eru það seljarústir, en ekki hægt að greina neina bæjarrúst, forna né nýja. En það er ekki að marka. Þær geta verið horfnar fyrir selja- og kvíjatóftum, sem þar eru. Og sagt er, að á þessum stað hafi bær verið nokkuð seint á öldutn, og heitið Ketilsstaðir. Þaðan beygist dalurinn aftur til norðausturs og er enn langur. Nokkuð langt innfrá kemur lækur fram úr glúfragili í vesturfjallinu. Það heitir Arnarhólsgil. Liklega er það kent við grjóthæð á fjallsbrúninni. Þó heitir þar eigi Arnarhóll nú. Á austurbakka lækjarins er forn rúst, eigi alllítil, sem vel má sjá að er bæjarrúst, skift i þrjár tóftir með miðgöflum. Þó hefir henni verið spilt, einkum suðurhlutanum, — hún snýr frá norðri til suðurs, — með því að taka úr henni grjót í stekk, sem á seinni tím- um hefir verið bygður við austurhlið hennar. Lækurinn, sem á sinn upp- runa-farveg fyrir vestan hana, hefir á seinni tímum brotið sér nýjan far- veg austanmegin hennar. Austanmegin við þann farveg er rúst eftir bæ frá seinni öldum. Sá bær hefir að likindum lagst í evði um sama leyti og Ketilsstaðir, ef til vill af því, að lækurinn gróf sig gegnum túnið. Sennilega hefir hér verið bærinn Gríms; fornmönnum þótti gott að búa til fjalla, þar sem kjarnbezt var, þrátt fyrir vetrarriki. Og þó hér væri afskekt og eigi viðsýnt, hefir þó verið allfagurt á sumrum.. Hróbjargardalur heitir viðlendur og grösugur dalur fyrir norðan Grímsdal. Þar er mjótt íjall á nfilli. Frá þeim dal er eigi langt til Langa- vatnsdals. Eigi veit eg önnur örnefni er kend eru við »Hróbjörgu« (Hróðbjörgu), en þennan dal og bæinn Hróbjargarstaði i Hítardal. Þar eð

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.