Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 37

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 37
37 og að líkindum hefir þnð verið borið svo fram, en ekki eins og nú, með -Jt-. — SON er ritað sérstakt, aðgreint frá SRAPTA; sá ritháttur var al- gengur áður þótt nú sé hann aflagður. Hann er í rauninni réttari og eðlilegri. Nefnifallsmyndin son er forn. 1638. Hér byrjar ný setning, og er aðgætandi hvernig hún er orð- uð. Artalið er á undan mánaðardeginum, en þó ber víst að skoða alla dagsetninguna: 1638 ÞAN : 6 : AVGVSTI sem einn hluta setningarinn- ar, samtengdan hinum hluta hennar með sambandsorðinu ER, sem er á eftir innskotssetningunni: 48 : ARA. — ÞAN, þolf. af sá, er haft hér sem ákveðinn greinir; sbr. SA í 2. I. — AVGVSTI er latnesk eignarfalls- mynd af Augustus, ágústmánuður. — SIVKLEGA, einkennilega til orða tekið. •— GVDS, þ. e. guðs; án efa hefir þetta orð þá eins og nú verið borið fram gvuðs Sá framburður er að líkindum ntiklu eldri, sbr. lat- nefnið Gvöndur (af Guðmundur), nú Gvendur. — SOFNADVR stýrir prð- unum: TIL : GVDS : HIEDAN, eins og það væri hreyfingar-sagnorð. Auðvitað er þannið komist að orði af því að menn hafa haft í huga að sálin færi »til guðs héðan« um leið og niaður »sofnaði« þannig, þ. e. dæi. Sbr. sovna á norsku og hensove á dönsku, sem hvorttveggja merkir að deyja, sbr. HEN SOF á legst. nr. 8, 13.—14. 1. A eftir þessum tveim setningum kemur brot af 3. gr. trúarjátningar- innar og er bil á rnilli á steininum. Um stafagerð og rithátt flestra orð- anna í þessari setningu er getið hér að framan. Það virðist svo sem sögnin trúa stýri hér þolfalli, því að þær 3 orðmyndir, sem hún stýrir hér, geta allar verið í þolfalli; orð, sem enda á -ing- í nefnifalli, enda stundum á -ingu í þolfalli, einkurn i seinni alda máli. Þess munu þó annars varla finnast dæmi, að þessi sögn stýri þolfalli, og liggur næst að ætla, að leturgrafarinn hafi af vangá slept úr stafnum og orðinu A milli TRVE og S?/NDANA; þá kemur alt heim Letrið á legsteininum hljóðar þá í heild sinrii þannig: »Hér hvilir sá trújaste mann, sáluge Nicholás Skapta son. 1638 pann 6. Augusti, 48 ára, er hann auðmjúklega og sjúklega til guðs héðan sojnaður. Eg trúe [á] syndanna JyrirgeJningu, holldsins upprisu og eilýjt lýj«. Hvenær þetta letur er höggvið á steininn, verður ekki sagt með neinni nákvæmni. Það er liklegt að það hafi ekki verið löngu eftir dán- arár mannsins, en stundum ber það þó við, að nokkur ár líða frá dánar- dægri manns þangað til honum er settur legsteinn. Nr. 2. Halklór Jónsson (sanrtt hans sonarson) f 1648. Legsteinn þessi er 141 sm. langur, 72Y2 sm- breiður, 13 sm. þykkur. Hæð stafanna 4lj% sm. í öllum hornum eru litlar englamyndir,

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.