Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 31

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 31
Legsteinn. Fyrir framan kirkjudyr á Leirá i Leirársveit í Borgarfjarðarsýslu liggur legsteinn, sem er 2 ál. og 3 þuml. á lengd, og 1 alin og 6 þuml. á breidd og 2 þuml. á þykkt. Letur er á steini þessum, en er víða orð- ið mjög máð, og sumstaðar flagnað npp úr steininum og staíir horfnir, en hefir í fyrstu verið stórt og greinilegt latínuletnr, vel höggið; á stein- inum standa, að því er eg fæ næst komist, þessi orð: HOC SACRUM HELGÆ SIGURDI F. (d: filiae) ARNÆ LEGIFERI NEPTI NATÆ A® 1663 DENATÆ A° 1693 D. (d: die) 2. Julii JONAS THEODORI GISLÆ LEGIFERI PRONEPOS CONJUGI DULCISSIMÆ ET SIBI MÆSTUS POSUIT. PSALM. 3. V. v. EGO DECUBUI ET DORMIVI e t evigilavi. [Jón Þórðarson, sonarsonarsonur Gísla lögmanns, setti, hryggur í hug, legstein þenna sér og sinni ástkæru eiginkonu Helgu Sigurðardóttur, sonardóttur Arna lögmanns, fæddri árið 1663, dáinni 2. dag júlímán. 1693. Davíðssálmar III. 5 vers: Eg hef lagt mig fyrir og sofið og vaknað af svefnij. Sá Jón Þórðarson, sem hér er nefndur, bjó á Bakka í Leirársveit (f 1719), afi hans var Hinrik sonur Gísla lögmanns (1606—1613) Þórð- arsonar, en kona hans, Helga Sigurðardóttir, var sonardóttir Arna lög- manns Oddssonar biskups Einarssonar. Steinn þessi mun vera högginn erlendis, hann er með úthöggnum, haglega gerðum, sólblómum (»Solsikker«) á öllum hornum, upphaflega var hann eigi á þeim stað, sem hann er nú, heldur yfir leiði í kirkj ugarðinum, en þegar að því var komið, að yfir hann greri, tók kirkjubóndinn á Leirá, Þórður sál. Þorsteinsson, hann upp og setti hann fyrir framan kirkjudyrn-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.