Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 34

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 34
u Margir legsteinar hafa orðið fyrir illri meðferð af manna völdum, verið hafðir i stéttar og byggingar og spilt með ýmsu móti, og er slíkt hörrnu- leg skönnn. Sumir hafa eyðst af vatni og frosti, einkun: þeir, sem gerð- ir hafa verið úr móbergi og gljúpum steintegundum; þeir hafa drukkið í sig vatnið og síðan sprungið og molnað i frostum. Flestir rúnasteinarnir eru óhöggnir Baulusteins- eða blágrýtis-drangar, fimrn- eða sex-strendir, og letrið höggvið á fletina. Þannig eru og margir legsteinar með latínuletri, en flestir eru þeir höggnir að meira eða minna leyti annaðhvort úr ís- lenzkum eða útlenzkum steintegundum, þvi að sumir eru auðsjáanlega út- lendir að efni og verki til Vanalega eru þeir flatir og hellumyndaðir, og grafið aðeins á þá hliðina, er upp veit; þeir voru ætið lagðir á leiðin, en ekki reistir. A flestum er lesmálið fremur langt og á íslenzku. Stein- arnir eru því mjög merkilegir bæði fyrir sögu máls og þjóðar, og væri mikils vert, að allir gamlir íslenzkir legsteinar yrðu rannsakaðir tneð ná- kvæmni og teknir til vísindalegrar meðferðar. A mörgum legsteinum eru Iágmyndir og einkennileg stafagerð; væri því nauðsynlegt að myndir fylgdu með lýsingunum. í kirkjugarðinum í Görðum á Álftanesi eru 6 legsteinar frá 17. öld og einn frá byrjun 18. aldar. Nýlega fanst þar brot af legsteini frá 17. öld. Allir þessir legsteinar eru höggnir úr venjulegu hraungrýti (dolerit) og sömu tegundar og annað grjót i Garðaholti. Þrír af þeim (nr. 2, 4 og 7?) lágu fyrir dyrum kirkjunnar, sem áður var í kirkjugarðinum, og því nokkuð máðir, en þó er letrið enn vel skýrt á þeim Öllum. í þess- ari ritgerð eru þeir tölusettir eftir aldri, eða réttara sagt, dánarárum þeirra, er þeir hafa verið settir. Nr. 1. Nichulós Skaptason f 1638. Þessi steinn er 149 sm. að lengd, 58 sm. að breidd og um 8 sm. að þykt. Stafirnir 5 7 sm. að hæð og mjög greinilegir. Utan um letr- ið er einfalt strik. Fyrir ofan og neðan trúarjátninguna eru lítil bil eða eyður. Við euda hvers orðs og töluheildar eru tveir deplar hvor upp- undan öðrum (:) til aðgreiningar, nema þegar orðið eða töluheildin endar með línunni, eins og í 1 , 2. og 5. línu; á þeim 3 stöðum eru engir 67, 90, 103—107; 1893, bls. 73; 1894, bls. 4—6, 9, 20 (sbr. 1888—92, bls. 67), 26—29; 1896, bls. 43—45; 1897, bls. 11, 33—40; 1898, bls. 5, 16; 1899, bls. 17—18; 1901, bls. 30—36.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.