Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Síða 26

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Síða 26
26 og gyllingu ef að er gætt. Allar eru þær flatar og óskornar að aftan og því svo sem hátt-upphleyptar myndir (hautrelief). Oll eru mannlíkunin standandi. Jóhannes skírari er þeirra hæstur og er sjálft mannlíkneskið með palli eða umgerð, sem er undir því og skikkjunni, 70 sm. að hæð, en skikkjan lafir niður fyrir vinsta fót 14 sm. (með umgerðinni, sem er um 3 sm.). Hann ber kind (lamb, »agnus dei«, sbr. Jóh. ev. 1, 29) á vinstra handlegg, en ieggur hægri hönd ofan á hana; er nú höfuðið brotið af henni og er til, en geymt sér. Kvenndýrlingurinn, sem hafður er til sýnis, á eftir skránni að vera Margrét helga, en á nafnseðlinum á safninu er hann sem sagt nefndur Katrín helga og mun það nær sanni. I helgra manna tölu hafa verið teknar 6 Katrínar, en þessi mynd mun eiga að sýna þá elztu þeirra, nefnil. Katrínu frá Alexandríu, sem var hálshöggvin 307; messa hennar er 25. nóv. A myndina vantar nú höndur og handleggi. A höfðinu, sem á báðum kvennmyndunum er of stórt í samanburði við aðra hluta lik- neskjanna, er þyrnisveigur skorinn. Hún stendur ekki á neinum dreka, en baka til við hana, hægra megin og þó áfast við, sér á efra hluta af gömlum manni með miklu skeggi, og heldur hann vinstri hendi um höku- skeggið. Nefið o. fl. hefir dottið framan úr andlitinu. Það mun eiga að tákna einn af hinum 50 spekingum, er rökræddu við hana um trúna fyrir líflát hennar og hún sneri tii kristinnar trúar. Sagt er í skránni að hinn kvenndýrlingurinn sé höfuðlaus, en það er reyndar að eins hálft höfuðið, andlitið, sem vantar. Ber það til afþví, að efnið hefir verið aukið saman í báðar kvennmyndirnar, en álímdu bit- arnir hafa losnað af og týnst. Á þetta kvennlíkneski vantar brjóstin, hægri hönd og alt fyrir neðan miðjan upphandlegg. í hinni hendinni er bók. Hárið liðast niður um háls og herðar og fellur niður með brjóst- unum. Búningurinn á báðum kvennmyndunum er seinni-miðalda búning- ur og eru þær báðar mjög framsettar. Þær og rúmstólpinn er alt jafn- hátt, 54 sm. Hinir 2 svpnefndu afturhliðarpartar hafa víst ekki verið fyrir aftan neinar mannamyndir, heldur á milli þeirra eða sérstakar, enda miklu lægri en mannlíkunin. Á þessa parta eða fjalir eru skornar hátt upphleyptar landslagsmyndir, hlíðar og hamrar, hjallar og börð; annari eitt tré neðan- til, en hinni 2 hús efst. Þessi bríkarbrot eru svo fá, að af þeim verður ekki ákveðin hin upp- runalega lögun eða stærð bríkarinnar, en varla er það efamál að Ögmund- arbrík hefir verið sú hin sama og Jón Egilsson nefnir »þá hina stóru bríkina« (sbr. Esp.: »bríkina miklu«). Eftir gerð og lögun myndanna virðist Ögmundarbrík hafa verið hollenzkt verk í gotneskum stíl; dýrð- lingamyndirnar bera það með sér, að bríkin er frá katólskum sið; nafnið

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.