Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 7

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1904, Blaðsíða 7
7 fylgdi mér út í brekkurnar og sýndi mér rústirnar miklu, sem E. G. taiar um. Það er auðsjáanlega forn stakkgarður. En hann er svo mikill um sig, að smábæjartóft gæti vel verið falin undir honum. En að öðru leyti er þar ekki vel fallið bæjarstæði. Og eg hygg, að þeirrar tilgátu þuríi ekki við. Litlu austar vottar fyrir rúst á norðurbakka dálítils lækjar, er þar rennur ofan úr brekkunni. Raunar er mýrarvatn í læknum, en þó hreint. Rennur hann sunnanundir dálítilli valllendisfles. A suðurbrún hennar er rústin og snýr frá austri til vesturs en suðurhliðin að læknum. Mjög er rústin óglögg. Þó sést vesturendinn nokkurnveginn. Virðist votta þar fyrir miðgafli og dyrum, er snúa að læknum Framundan þeim var dálítið rof í brúninni og fundum við þar leifar af viðarkolaösku. Annað stærra rof var við austurenda rústarinnar og hvarf hún í það. Mátti þar sjá, að litið, eða ekkert grjót mundi í henni vera. Er þar og eigi grjót að sjá í kring. Bak við rústina, norðanmegin hennar, sást af- löng lægð, eigi ólík niðursokkinni tóft, er lægi frá norðvestri til suðaust- urs. En eigi skal fullyrt, að það sé tóft. — Bygð hefir víst eigi haldist á þessum stað nema mjög stuttan tíma. En af því valllendisflesin er sendin og harðlend, hefir rústin þó eigi orðið að þúfnabarði. 6. I*orf?eirshróf. Svo segir í Fóstbræðrasögu (8. k.). »Jafnan kom hann (Þorgeir) skipi sínu i Borgarfjörð ok héldu því í Flóa í Norðurá ok settu þar upp á vetrum fyrir vestan ána, þar sem nú er kallat Þorgeirshróf. Það er suður frá holti þvi, er Smiðjuholt heitir«. Smiðjuholt er syðst í Skarðs- hala. Suunanundir því er ós Gljúfurár. Rennur hún i lón mikið, sem kaliað er Hópið. Það er langt en tiltölulega mjótt, og gengur í boga frá Eskiholti norðaustur með brekkum að Smiðjuholti, en þaðan í austur og / suðaustur til Norðurár. Djúpt er það eftir breidd. Það er án efa þetta lón, sem sagan kallar Flóa. Eru engin ólíkindi á þvi, að Þovgeir hafi dregið skip sitt inneftir því inn að Gljúfurárósi eða jafnvel inn fyrir hann. Þá eru að eins fáir faðmar upp að suðurenda Smiðjuholtsins. Það er mýrarjaðar, sem hjarn er á á vetrum og dráttarfæri. Við Sigurður leituð- um þar i holtsendanum að liklegum stað til þess, að hrófið hefði þar ver- ið. Sýndist okkur ekki geta verið nema um einn stað að ræða. Ur suðurenda holtsins verður ofurlitill klettarani. Vestanundir honum verður dálítill hvammur. Neðst í honum, austur við ranann, er lítið flag og i því dreif af grjóti, sem mundi hæfilega stórt hleðslugrjót. Ofan til við flagið er þúfnabrík. En eigi verður fullyrt, að það séu byggingarleifar. Enda hefir nokkuð af henni verið stungið upp nýlega og hnausunum hlað- ið utan að heyi, sem þar var látið biða dráttarfæris, — (eins og í stakk- görðum fyrrum). — Kom okkur ásaint um, að á þessum stað mundi

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.