Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Side 40

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Side 40
42 En eigi geta sögur vorar um slík hús, og vil eg skjóta þessu máli til mér færari manna. Bæði Matthías bóndi og sambýlismaður hans, Þorsteinn bóndi Bjarnason (í Austurbænum) hafa skýrt mér frá þessu. Þeir eru báð. ir vel greindir menn og veittu öllu nákvæma eftirtekt. III. og IV. Fornleifaf. á Miðhúsum og Þrándarholti. Bæði á Miðhúsum og Þrándarholti í Gnúpverjahreppi voru í vor (1907) bygðar heyhlöður og grafnar djúpt niður. Fornleifar, sem þar urðu fyrir, voru raunar ekki sérlega einkennilegar. En þó þyk- ir réttara að geta þeirra. Á Miðhúsum varð fyrir, svo sem 2 áln. undir jafnsléttu, tóftar- hluti með harðtroðinni gólfskán öskublandinni. Ekki sáust hlóð. En þau gátu verið í þeim parti tóftarinnar, sem ekki var grafiun upp. I gólfinu fanst kúlumynduð leirkrukka með leifum af stétt og stút, er hvorttveggja var að nokkru leyti afbrotið. Krukkan er ætluð Forngripasafninu. I Þrándarholti hefir lengi verið tvíbýli. I sundinu milli bæjanna hefir ekkert hús verið i minni manna. Nú var þar grafið fyrir hlöðu. Urðu þá fyrir miklar byggingar. Vel 2 áln. háir veggir stóðu óhaggaðir. Virtust það vera bæjardyr og við hlið þeirra stór tóft með harðri gólfskán (? baðstofa). Eigi var sú tóft öll grafin út og verður stærð hennar ekki ákveðin. Ut úr bæjardyraveggjunum voru dálítil skot, sitt hvoru megin, ef til vill ætluð til að geyma i vatnsfötur og önnur áhöld. Lokræsi gekk fram úr bæjardyrunum og var afarstór hella yfir opi þess. Gott hleðslugrjót og hellutak er á báðum þessum bæjum. I moldinni, sem upp kom, fundust 3 stein- snúðar, dálítið misstórir og sinn úr hverri steintegund. Eigi var at- hugað hvar úr rústinni þeir komu. En eigi voru þeir saman i mold- inni. Þeir munu verða færðir Forngripasafninu. Viðaukar. 1. Við hlöðugröft í Reykjadal í Hrunamannahreppi fanst sívaln- ingur úr járni, lítið yfir 1/i al, að lengd, en nál. llj2 þuml. í þvermál, Hann var mjög uppbarinn í báða enda. Hefir hann víst verið á

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.