Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Blaðsíða 68
66
og slðan hafi komið jarðarheiti, sem rímsins vegna byrjaði á d eða
h; svo eru gerðar hinar ljóðlinurnar fiestar, sem svara til þessarar.
— Þó er ekki ómögulegt að línan hafi verið lík 6. 1. í 24. v., ef
hún þá er upprunaleg og rjett, svo sem hún er: kalla dvergar djúp-
an mar, en hún er grunsamleg þannig; ekki ólíklegt, að upphaflega
hafi verið djúp fyrir djúpan mar, því að marr er fullkomið og algengt
sævarheiti og djúp sömuleiðis. — En sje nú leitað meðal jarðarheita,
bæði skáldskaparheita og annara, að heiti, sem byrjar á d, verður fyrir
dalr í þulunum, sem er nær því eina orðið, er getur komið til greina
og er þó næsta óeðlilegt jarðarheiti; álíka er dæl, og minna má á t. d.
dökk og dý. En meðal jarðarheita Snorra er hauðr, og svo Hlöðyn,
og í þulunum eru fleiri, sem byrja á h: hjarl, holt, hals, hlíð, hóll,
heiðr, hvilft, hváll, hró og hvammr. Enn má minna á orðin hagi,
hraun, hölkn, hrjóstr, hjarn, hvarf, hamarr, hallr, hella, herað, hlað
og holmr. Einnig er þess að gæta, að vel mátti mynda jarðarheiti
svo sem hervegr, eða með viðeigandi orði í samsetningu við ýmis-
legt i ríki náttúrunnar, svo sem hrís og hey, hör, hvönn eða humla,
eða hrafn, hauk, hrein, hafr, hund, jafnvel hross eða hrút. En af öll-
um þessum heitum mun ekkert eðlilegra en hauðr, og þar sem það
enn fremur er mjög likt aur, óhæfa heitinu, sem nú er í ljóðlínunni,
svo líkt, að misheyrn eða mislestur hefur getað átt sjer stað, virð-
ist sú lagfæring eðlilegust, að setja hjer orðin í helju hauor fyrir
aur uppregin. — R. C. Boer vill halda alfom (ölfum) í 2. 1. og álít-
ur að aljar standi fyrir dvergar í 5. 1. Verður vísan þannig í engu
betra samræmi við hinar en hún er í Sæmundar-Eddu, og á hinn
bóginn verður hún nokkru verri svo, fyrir rirogallann, sem þá verð-
ur í 5. 1. og Boer hefur ekki fundið; útaf fyrir sig mátti þó auð-
veldlega bæta nokkuð úr honum með því að láta orðin skifta um
stað í línunni: igræn jötnar, — gróandi dvergar, fyrir ígræn jötnar,
— dvergar gróandi, eins og Boer vill hafa það. —
14. v. er í Sæmundar-Eddu þannig:
Mane heitir meþ moraraom
en mýleN meþ godom
kalla hverfanda hvel helio i
scyndi iotnar
en scin dvergar
kalla alfar artala.
Hjer er ekki aðeins önnur röð á »heimunum« en í flestum hinum
vísunum, heldur er hjer bæði helio i og dvergar. Þar sem nú helio i
er í þeirri línunni, sem vanir er i oftast, og helio i veldur þar mesta
rímgalla, liggur i augum uppi að línan er aflöguð. Vill Boer setja