Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Blaðsíða 36

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Blaðsíða 36
36 yrði önnur. Þessi staður í Fljótsdælu gefur okkur ýmislegt að at- huga. Það fyrst, að þá er þingið fiutt frá Þing-Múla og undir Kiðja- fell, það annað, að það heíir vafalaust verið fjórðungsþing, því orð í Fljótsdælu benda í þessa átt. Þegar Þórdís todda sendi húskarl sinn upp á Kiðjafellsþing nóttina eftir að Helgi fór, þá segir að maður- inn hafi riðið sem af tók upp undir Kiðjafell og alt á Þingvöll, en Þingvellir eða -völlur held eg ekki hafi verið kallaðir, nema þar sem aðalþing voru1). Hið þriðja er það, að kvöldið eftir að Helgi fór um raorguninn, kom Bjarni bróðir Þórdísar og gisti í Mjóvanesi með 80 menn. Þórdís vissi fullvel um erindið og Bjarni vissi um ástæðurnar í Mjóvanesi, en eins og sagan sýnir, þá vafðist Þórdís fyrir Bjarna, en vann sjer með því orðstír, sem seint mun firn- ast. Hvaðan kom Bjarni og hvert var hann að fara? Auðvitað kom hann að heiman og var að hnýsast eftir Gunnari í Mjóvanesi, af því hann vissi, að svona stóð sjerstaklega á, að Helgi mágur hans varð sem einn af höfðingjum Austfirðinga samkvæmt landslög- um að fara á þingið og helga það, eða setja sem við mundum nú segja. En Bjarni hafði annað erindi, hann var líka að fara til þings. Sögurnar eða sagan getur þess ekki, en eg veit það og við getum öll vitað að svo hefir verið; við getum lesið það milli línanna. Hann myndi varla fara að ríða norðan frá Hofi í Vopnafirði og upp í Mjóvanes með 80 menn tóma erindisleysu, ef hann hefði ekki átt annað erindi austur á hjerað. Auðvitað var hann að fara á þing, annaðhvort Krakalækjarþing eða Lambanessþing, hefir brugðið sjer þetta um leið, en ekki viljað beita systur sína harðræðum. Mesta meinið við frásögnina um þennan atburð er það, eins og víðast í íslendingasögum, að hann er ekki árfærður. Við getum hugsað okk- ur að eins, að þetta muni hafa gerst nál. 995, því Helgi Droplaugar- son er veginn 998 og þá líklega um vorið kaupir Helgi Ásbjarnar- son landið að Eiðum, og er veginn þar 1005. Eitthvað uálægt þessu getum við hugsað okkur atburðina hafa gengið. Fljótsdæla segir svo frá þeim atburði er Helgi Ásbjarnarson er veginn: »Þann dag er þeir Grimur voru við lækinn, riðu menn brott af Lambanessþingi, og fór margt manna til Eiða með Helga Ásbjarnarsyni.« Þetta er í eina skiftið, sem Lambanessþing er nefnt í Fljótsdælu, og þar er það 1) Af orðinu »Þingvöllur« verður alls ekki sjeð hvers konar þing er hjer háð, en enginn vafi er á þvi að hjer er um vorþing að ræða, vorþing i Kiðjafellsþingi (= Múlaþingi).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.