Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Blaðsíða 51

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Blaðsíða 51
5i glöggar dyr. Tóttir þessar eru norðan til í þessu gerði og vestan til í því er tjörn, en nær því í miðri girðingunni er allmikil rústa- bunga og efst á henni er vallgróin tótt, er virðist vera fjárhústótt með heytótt við endann og munu þær vera frá síðari öldum. Niðri á árbakkanum, nær beint niðurundan gerðinu, er fyrhyrnd upphækkun, rjett vestan við veginn; hún snýr nær því frá austri til vesturs og er um 2 m. að lengd og lVa að breidd, og um J/8 m. að hæð. Steinn er í norðausturhorni og annar i suðvesturhorni. — Virðist helzt muni vera frá síðari öldum, og ef hjer er maður dysj- aður, og ekki hestur, mætti til geta að hann hefði fundist hjer dauð- ur, ef til vill í ánni. Steinker SigríOar stórráðu í Auðbrekku. 10. VII. 1915. í Auðbrekku í Hörgárdal er stórt og gamalt steinker, höggvið út úr rauðleitu móbergi. Það stendur í eldhúshorni, við þil, sem er milli búrs og eldhúss, og er nú notað til að geyma i þvottasand, en sagt hafa verið þvottaker áður. Kerið er 92 cm. að leugd og 77 að breidd, en 42 að hæð, ferhyrnt. Það er 29 cm. að dýpt að innan og er þyktin á börmunum 15 cm. »Laggir að innan ekki hvassar og botninn eitthvað 1—2 þuml. dýpri en út við hliðirnar*1). Sú sögn fylgir staðnum um ker þetta, að Sigríður stórráða hafi skorið smal- ana sína niður við það »þegar henni þóttu þeir svikulir við smala- menskuna*1). — Sigríður Magnússdóttir, sem kölluð var hin stórráða, var þjóðkunn kona á 17. öldinni. Hún var fyrst gift Benedikt Páls- syni Guðbrandssonar byskups og bjuggu þau á Möðruvöllum, þar sem hann var klausturhaldari. Hann dó 1664 og giftist hún þá Jóni Eggertssyni frá ökrum, sem fjekk þegar klaustrið eftir Benedikt, og bjuggu þau Sigríður á Möðruvöllum um 20 ár, unz Jón misti klaustrið 1684 og fór utan. Þá fiutti Sigríður að Auðbrekku og bjó þar við rausn til dauða síns 1694. Um þau Sigríði og menn hennar sjá t. d. Sýslum.-æfir I., 536—37 og 387—91. — Það er mjög svo líklegt, að Sigríður hafi látið gera kerið þegar hún bjó 1 Auðbrekku, og fleira mun vera þar frá hennar tíð, og stoðir þar í bæjardyrun- um, með gömlum útskurði, munu vera enn eldri. 1) Segir sjera Jónas Jónsson i brjefi til mín 1. ág. 1916. Hann skoðaði kerið sklimmu áður en jeg sá það. 4*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.