Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Blaðsíða 55

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Blaðsíða 55
55 ok duldist, því at hann vildi ekki finna Þóri, ok lá úti um sumarit á Möðrudalsheiði ok í ýmsum stöðum; hann var ok stundum á Reykjaheiði*. Frá þessum tíma í útlegð Grettis munu vera þau tvö Grettis- bæli, sem bent er á í Þingeyjarsýslu. Annað er sýnt undir klettum nokkrum fyrir utan (norðan) Vígabjörg, svo nefnd, fyrir austan foss þann í Jökulsá í öxarfirði, sem hefur nafn af þeim (Vigabjargafoss). Það bæli er í Hafursstaðalandi. Er skúti undir klettana og hlaðið grjóti fyrir framan hann. Munnmælasögn er um það, að eitt sinn hafi Grettir verið eltur hingað af mörgum mönnum er hann hafðist hjer við, og sóttu þeir að honum við skútann. Sá Grettir þá það eitt ráðs, að leita þaðan undan aftur og greip hrúta tvo, er hann hafði drepið, krækti þeim saman á hornunum, hljóp að ánni þar sem fossinn er og stökk þar yfir Heitir þar síðan Grettishlaup. Sáu hinir sjer ekki fært að hlaupa þar yfir á eftir — I ísl lýs. sinni, II., 182 neðanm., getur Kr. Kálund þessara munnmæla. Annars eru líkar sagnir, um hlaup Grettis yfir gljúfur annars staðar, sagðar víð- ar, sjá Þjóðsögur Jóns Árnasonar, II, 94—97. — Þetta bæli sá jeg ekki, en hitt bælið, sem er í öxarnúpi, skoðaði jeg og álít vafalaust að það sje gert af Gretti. Jeg tók nokkrar ljósmyndir af núpnum og bælinu og fylgja 4 þeirra hjer með. 1 sýnir núpinn að norðvestan; bælið er bakvið burstmynduðu nibbuna á miðri myndinni, neðarlega i skriðunni. 2. sýnir þessa nibbu vestanmegin. 3. myndin sýnir nibb- una aftan- og ofan-frá; sjer yfir þakið á bælinu, stuðlabergsdranga, er lagðir eru hver við annars hlið yfir það þvert og liggja endarnir á veggjunum, en þeim er hróflað upp úr stórgrýti og sjer enga hleðslu á að utan. 4. myndin sýnir bælið að framan, nibbumegin; inngangurinn eða opið sjest; fremsti drangurinn hefur fallið niður vinstra megin, en þó má vel komast undir hann inn í bælið. Bælið er mjög lítið, um 3 m. að lengd, um 1 að br. og um 1 að hæð, að innanmáli. Gera má ráð fyrir, að steinarnir hafi haggast meira eða minna flestir, og mörg smáop eru nú á milli þeirra. Sennilega hefur Grettir troðið torfi eða mosa í allar slíkar gáttir og klætt alt vel innan með skinnum og klæðura. Vel mátti sitja hjer og liggja, en varla hefur hann nokkru sinni getað staðið hjer upprjettur. Mjög lítið ber á bælinu fyr en komið er alveg að þvi, en þá sjer það hver maður og hlýtur að dást að líkamsþreki þess er lagði slikt árefti og sálarþreki þess manns, er hlaut að dvelja einmana og of- sóttur ár eftir ár í slíkum hreysum. — Af nibbunni og úr hlíðinni sjer mjög vel til mannaferða á flatlendinu fyrir framan núpinn; er þar alfaravegur, og fljótlegt að stökkva ofan skriðuna til atfara. Hins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.