Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Blaðsíða 7

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Blaðsíða 7
7 sænskum staðanöfnum. Þetta -lase veit enginn hvað merkir og eru til margar skýríngar á því; lengstum hafa menn haldið, að orðið merkti »engi». íslensku nöfnin — þau eru fáein — skýrast eðli- legast með því, að þau sjeu samsett með -leysa (af laus) er merkir skort (Skyrleysa, Eldleysa, Kostleysa, Vatnsleysa, Veiðileysa). Þetta verður að fullri vissu, þegar þess er gætt, að -lose (*loysa) aldrei kemur fyrir í norskum staðanöfnum í annari merkíngu en þessari; aldrei finst þar svo jeg viti neitt er bendi á merkinguna »engi«, 0. Rygh þekkir hana ekki, Jeg er þvi í engum vafa um, að skýr- íng höf. verður að falla og hverfa úr sögunni. Höf. heldur jafnvel, að Sauðlausdalur komi af sauðlausa = sauð-engi (hagi). Það hefði þó að minsta kosti orðið að hljóða sauðlausu-, u-ið tæplega felt úr hjer, ekki fremur en t. d. í Vatnsleysu-strönd). Þar sem höf. í skýríngu sinni á Kúskerpi — sem er vand- skýrt — vísar til norsks orðs »skarv« og sænsks »shárv« (á víst að vera skárv), sýnir þetta aftur málfræðisbrest höf.; til orða með v í norsku og sænsku verða að svara orð með f (v) í íslensku; til »skarv« verður að svara »skarfur«, en um orð með p getur ekki verið að ræða. Skarpur er á no. og sæ. skarp. Skarv og skárv skýra því ekki -skerpi með nokkru móti. Nokkuð likt er um tilgátu höf. (s. 78), að vandræðanafnið Fjelogsstaðir (ritað með ýmsu móti, en ætíð með f í upphafi) sje »framburðarafbökun úr Vélaugs-*. Eru nokkur önnur dæmi til þess, að v í upphafi orðs hafi orðið f? Jeg minnist ekki þess, og ef ekki er svo, er tilgátan verri en engin. Það er brot á allri skynsemismeðferð nafna að leggja það til að skrifa nafnið með v í stað f; og undarlegt, að maður, sem annars — og, með rjettu — leggur svo mikið upp úr rithætti i eldri heimild- um skuli dirfast að umskapa nafnið, þótt erfitt sje að komast fyrir, hvað það eiginlega er. Það vissa er, að það hefst með f. Ekki skil jeg, hvaðan höf. kemur sú hugsun, að Sírekr sje f. Siðríkr (s. 80); slíkt nafn þekkist ekki. Fremur væri það fyrir Sigríkr (-rekr), eins og Lind segir. Einnkennileg hugsun og skýríng er það sem kemur fyrir eitt- hvað tvisvar sinnum, að forsetníng (á) hafi orðið að fyrstu samstöfu í bæjarnafni. S. 73 skýrir höf. Háleggsstaði sem líka finnist skrifað Alegs eða Alögs- (þetta rángt f. -logs), sbr. mína ritgjörð s. 441; aðrar myndir flnnast og. Höf. þykir nú líklegt, að upphaflega heit- ið hafi verið »á Leggsstöðum«. Samskonar er skýringin á Ásunn- arstaðir (s. 95); nafnið er skrifað (sbr. höf.) Asunna-, Asonnar-, Asun(n)- ar- og getur höf. þess, að hjer geti verið kvennmannsnafnið Ásunn, sem annars sje óþekt. (Þessa hafði jeg og getið til). »Fremur«, segir I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.