Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Side 7

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1924, Side 7
7 sænskum staðanöfnum. Þetta -lase veit enginn hvað merkir og eru til margar skýríngar á því; lengstum hafa menn haldið, að orðið merkti »engi». íslensku nöfnin — þau eru fáein — skýrast eðli- legast með því, að þau sjeu samsett með -leysa (af laus) er merkir skort (Skyrleysa, Eldleysa, Kostleysa, Vatnsleysa, Veiðileysa). Þetta verður að fullri vissu, þegar þess er gætt, að -lose (*loysa) aldrei kemur fyrir í norskum staðanöfnum í annari merkíngu en þessari; aldrei finst þar svo jeg viti neitt er bendi á merkinguna »engi«, 0. Rygh þekkir hana ekki, Jeg er þvi í engum vafa um, að skýr- íng höf. verður að falla og hverfa úr sögunni. Höf. heldur jafnvel, að Sauðlausdalur komi af sauðlausa = sauð-engi (hagi). Það hefði þó að minsta kosti orðið að hljóða sauðlausu-, u-ið tæplega felt úr hjer, ekki fremur en t. d. í Vatnsleysu-strönd). Þar sem höf. í skýríngu sinni á Kúskerpi — sem er vand- skýrt — vísar til norsks orðs »skarv« og sænsks »shárv« (á víst að vera skárv), sýnir þetta aftur málfræðisbrest höf.; til orða með v í norsku og sænsku verða að svara orð með f (v) í íslensku; til »skarv« verður að svara »skarfur«, en um orð með p getur ekki verið að ræða. Skarpur er á no. og sæ. skarp. Skarv og skárv skýra því ekki -skerpi með nokkru móti. Nokkuð likt er um tilgátu höf. (s. 78), að vandræðanafnið Fjelogsstaðir (ritað með ýmsu móti, en ætíð með f í upphafi) sje »framburðarafbökun úr Vélaugs-*. Eru nokkur önnur dæmi til þess, að v í upphafi orðs hafi orðið f? Jeg minnist ekki þess, og ef ekki er svo, er tilgátan verri en engin. Það er brot á allri skynsemismeðferð nafna að leggja það til að skrifa nafnið með v í stað f; og undarlegt, að maður, sem annars — og, með rjettu — leggur svo mikið upp úr rithætti i eldri heimild- um skuli dirfast að umskapa nafnið, þótt erfitt sje að komast fyrir, hvað það eiginlega er. Það vissa er, að það hefst með f. Ekki skil jeg, hvaðan höf. kemur sú hugsun, að Sírekr sje f. Siðríkr (s. 80); slíkt nafn þekkist ekki. Fremur væri það fyrir Sigríkr (-rekr), eins og Lind segir. Einnkennileg hugsun og skýríng er það sem kemur fyrir eitt- hvað tvisvar sinnum, að forsetníng (á) hafi orðið að fyrstu samstöfu í bæjarnafni. S. 73 skýrir höf. Háleggsstaði sem líka finnist skrifað Alegs eða Alögs- (þetta rángt f. -logs), sbr. mína ritgjörð s. 441; aðrar myndir flnnast og. Höf. þykir nú líklegt, að upphaflega heit- ið hafi verið »á Leggsstöðum«. Samskonar er skýringin á Ásunn- arstaðir (s. 95); nafnið er skrifað (sbr. höf.) Asunna-, Asonnar-, Asun(n)- ar- og getur höf. þess, að hjer geti verið kvennmannsnafnið Ásunn, sem annars sje óþekt. (Þessa hafði jeg og getið til). »Fremur«, segir I

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.