Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Qupperneq 7
7
Dr. E. Ó. Sv. heldur því fram, að þeir nafnar, Þor-
Þórcdfsfell £e*r Otkelsson og Þorgeir Starkaðarson hafi verið
á móts við Hlíðarenda, er þeir ætluðu að gera atför
að Gunnari, og sauðamaður (smali) frá Þórólfsfelli fann þá og alla
menn þeirra sofandi. Mjer finnst slíkt alveg óhugsandi. Það er ekki
líklegt, að þeir hafi þorað að leggjast til svefns nærri Hlíðarenda,
eigandi það á hættu, að heimafólk Gunnars, eða jafnvel hann sjálfur,
rækist á þá. Og það, að sauðamaður frá Þórólfsfelli finnur þá „í
skóginum uppi“, bendir ótvírætt til þess, að þeir hafi verið austarlega
á hálsunum fyrir ofan Hlíðina. Kunnugir menn, sem jeg hefi borið
þetta undir, telja líklegast, að þeir hafi verið austur í Lambatungum,
sem eru við upptök Bleiksár. Milli Lambatungna og Þórólfsfells
(Mögugils, og vestan þess hefur bær Njáls staðið) eru tæpir 5 km.
(bein lína). Hafi þeir verið á þessum stað, sem líkur benda til, þurfti
svefn þeirra ekki að vera neinar „2—3 stundir“, eins og dr. E. 0. Sv.
vill vera láta, því svefntíminn miðast við það eitt, hvað sauðamaður-
inn var lengi að ríða frá svefnstaðnum til Þórólfsfells, og Njáll þang-
að aftur. Vegalengdin milli Hlíðarenda og Þórólfsfells kemur þessu
svefnmáli ekkert við.1) Það er ljóst, að hefðu þeir nafnar verið á
móts við Hlíðarenda, hefði Njáll ekki þurft að senda smalamanninn
þangað, því að þá hefði hann sjálfur getað komið þar við um leið og
hann fór á fund þeirra. Leiðin til þeirra hefði þá verið mikið greið-
ari sunnan hlíðarinnar en efra, eftir hálsunum. Jeg held, að hjer sje
heldur lítil sönnun fyrir því, að Nj. höf. hafi ekki þekkt vegalengdir
fyrir innan Hlíðarenda, og að staðþekkingin „lengra inn eftir Hlíð-
inni“ (U. Nj., 374) hafi ekki náð lengra.
1 þessu máli er að vísu ekkert hægt að sanna, það verður að eins
að miða við það, hvað sje líklegt undir svona kringumstæðum. Sjálf-
sagt hafa aðfararmennirnir verið að bíða eftir einhverju sjerstöku
tækifæri, en það, að þeir fara allir að sofa, bendir tvímælalaust til
þess, að þeir hafi talið sig vera á þeim stað, þar sem þeir þóttust
óhultir fyrir mannaferðum. Og Lambatungur hafa verið líklegur
staður til þess. Þær hafa verið skógi vaxnar, því enn eru skógar-
1) Annars má upplýsa það í þessu sambandi, að milli Þórólfsfells og Hlíð-
arenda er hægt að ríða (flugreið) á nál. hálftíma. Jeg veit dæmi til þess, að
unglingspiltur hefir farið einhesta frá Nikulásarhúsum (bæ, sem er um 250
metra fyrir innan Hliðarenda) og inn að Barkarstöðum, nál. 8 km., eða 2/3 af
leiðinni inn í Þórólfsfell, á 20 mínútum. Kemur þessi hraði heim við frásögn
Jóns á Ægisíðu. Hann kveðst vita til, að 8 km. hafi verið farnir á 20 mín. (Ár-
hók Fornl.fjel. 1928, bls. 36). Verður tilfært síðar, á hve stuttum tíma má fara
.ýmsar vegalengdir á hestbaki.