Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Qupperneq 13
11
stefndu svá á sandinn“ (þ. e. Mælifellssand, Nj., 126. kap.). „Þá
riðu þeir, (þ. e. leitarmennirnir eftir brennuna, — eftir að þeir höfðu
farið af Þríhyrningshálsum ofan-í Goöaland) norðr til Sands (Mæli-
f.s.), enn sumir til Fiskivatna — ok hurfu þar aptr“. (Nj., 131. kap.).
Síðari setningin mundi vera orðuð þannig á nútíðarmáli: Sumir fóru
austur að Mælifellssandi, en nokkrir fóru austur að Fiskivötnum,
(sem eru fyrir austan sand) sbr. fyrri setninguna „ok stefndu svá á
sandinn“, þegar komið var að austan, eftir að farið hafði verið fram-
hjá Fiskivötnum. Allt kemur þetta heim við kort af þessu landsvæði,
sem Sigurður Vigfússon hefur bent á og er eftir sjera Sæmund Hólm,
og kortin, sem er að finna í handritasafni Steingríms biskups Jóns-
sonar, sbr. meðfylgjandi myndir. Jeg held, að þeir hljóti að verða
fáir, sem geta lagt trúnað á það, að Sæm. Hólm, — sem segist hafa
gert sitt kort „með slíkri nákvæmni, sem við varð komið“, og sem
gat tilgreint rjett fjölda af örnefnum „úr heiðunum upp af Skaftár-
tungu“, m. a. í kringum vötnin, hafi ekki vitað, hvar þau voru, eins
og dr. E. Ó. Sv. heldur fram. (U. N., 368). Og ekki nóg með það, að
Sæmundi sje brugðið um að hafa sett vötnin „á rangan stað“, sett
þau „nær byggð“ en rjett var, heldur einnig, að hann hafi stælt lögun
vatnanna eftir einhverjum hugmyndauppdrætti, sem á að hafa verið
til af Fiskivötnum norðan Tungnaár. Jeg fæ nú ekki betur sjeð, en
nð hjer sje Sæmundur Hólm borinn sökum, sem hann á ekki
skilið. Ekki hefur hann órað fyrir því, er hann gerði uppdrátt sinn,
að löngu síðar (1—1 öld) yrði um það þráttað, hvort þessi vötn
hjá Bláfjalli væru þau, sem getið er um í Njálu, eða ekki. Hann setur
vötnin, þar sem þau eru, af því einu, að þau voru þar í raun og veru,
þegar uppdrátturinn var gerður. Og telja má líklegt, að Steingr.
biskup, sem var fæddur og uppalinn í Álftaveri fram yfir tvítugt, og
vafalaust hefir haft kynni af afrjettarlöndum upp og vestur af Skaft-
ártungu, hefði leiðrjett uppdrættina, sem hann hafði undir höndum,
■ef hann hefði álitið þá ranga, eða jafnvel tóman hugarburð. Um það
■er ekki blöðum að fletta, að austan Mælifellssands hafa Fiskivötn
þau verið, sem Flosi fór fram-hjá, og um er getið í Njálu, og að það
■er rjett tilgetið hjá Sigurði Vigfússyni, að Álftavötn, sem voru beint
upp af Skaftártungu (sbr. mynd I. og II.), hafa horfið með öllu (sbr.
mynd III.) af afleiðingum eldgosa, og nafnið af þeim færzt yfir á
Fiskivötn (sem voru norð-vestan við Bláfjall) eftir að þau höfðu
íyllzt að miklu leyti af sömu ástæðum (sbr. mynd II. og III.) og eng-
inn fiskur var lengur í þeim, en svanimir búnir að taka sjer þar ból-
festu. Sig. Vigfússon bar þetta undir tvo þekkta og merka Skaftfell-
inga 1884, þá Jón Eiríksson, bónda í Hlíð í Skaftártungu, og Jón