Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Page 16

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Page 16
14 lendan mann, svohljóðandi: „Einkum virðist það, hversu minnst er á Fiskivötn, benda á mann úr Vestur-Skaftafellssýslu (sem höf. Njálu). Varla mundi öðrum hafa dottið í hug að nefna þessi vötn, sem eru nærri óþekkt í öðrum landshlutum; en úr Skaftártungu og sveitunum þar umhverfis má ætla, að menn hafi, þegar á þeim tíma, farið þangað á hverju ári, og var þá farið úr byggð hina sömu leið og þegar farinn var Mælifellssandur". (U. N. 366. Letr.br. hjer). — Þessar hugsmíðar, að viðbættum öðrum álíka um fjölda og lögun Fiskivatna, sem síðar verður drepið á, finnast dr. E. Ó. Sv. „miklu sennilegri" en röksemdir Sigurðar Vigfússonar fyrir því, að vötnin hafi verið hjá Bláfjalli. Við hinar tilvitnuðu setningar er það fyrst að athuga, að ef svo hefði verið, að Skaftfellingar hefðu „þegar á þeim tíma“, er höf. var uppi, þ. e. seint á 13. öld, að áliti dr E. Ó Sv.r farið árlega til Fiskivatna, hefði skaftfellskur höf. Njálu ekki þurft að hugsa sjer vötnin á röngum stað. Hann hefði vitanlega getað fengið ábyggilegar upplýsingar um, hvar vötnin voru, hjá samtíðarmönnum sínum, og af þeim sjeð, hvort nokkur líkindi voru til þess, að Flosi hefði farið nærri þeim, er hann fór Mælifellssand vestur í Rangár- þing. Næst er að athuga, hvort líklegt sje, að Fiskivötn norðan Tungna- ár hafi verið fundin eða þekkt á 13. öld. Dómurinn, sem dæmdur var í Skarði á Landi 1476 — nál. 2 öldum síðar en talið er að Njála. hafi orðið til í núverandi mynd —, er líklega elzta plagg, sem til er viðvíkjandi landssvæði því, er Fiskivötn eru í. Hann hljóðar um tak- mörk og eignar- og afnotarjett á afrjett Holta- og Landmanna. t dómnum eru og talin upp hlunnindi í afrjettinni, en þau eru: fugla- veiði, grasatekja og rótagröftur. Dómurinn er sjálfur glataður (þ. e. frumritið), en til eru af honum tvær afskriftir, og er önnur talin vera góð, — en hin fölsuð í mikilvægum atriðum (sbr. Isl. Forn- bréfasafn VI., 81.—82). 1 ófölsuðu afskriftinni eru Fiskivötn hvergi nefnd, og þá vitanlega heldur ekki veiði í þeim. Þetta bendir alveg eindregið til þess, að veiðin í vötnunum — og jafnvel vötnin sjálf — hafi ekki verið þekkt eða fundin á ofanverðri 15. öld. Annars hefðí hennar verið getið með hlunnindum. Hin hlunnindin hafa verið lítils virði móts við veiðina, eftir að hún þekktist. Það þarf enga undrun að vekja, þó Fiskivötn sjeu ekki fundin á þessum tíma. Vötnin eru á mjög afskekktum stað, og miklar auðnir í kringum þau. Þó Holta- og Landmenn notuðu afrjettinamilli Köldukvíslar ogÞjórsár, þ.e. „Þjórs- ártungur milli Tungnaár og Sprengisands" eins og í dómnum stend- ur, eru líkindi til, að þeir hafi ekki farið mikið austur fyrir Köldu- kvísl, vegna hinna ferlegu auðna austan hennar, og svo er ekki ó-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.