Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 25

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 25
19 að hvert orð er satt í Njálu, bæði um heimreið Flosa, og viðburði brennunnar“. (Leturbr. hjer).1) Finnur Jónsson próf. kom að Bergþórshvoli árið 1900, og segir hann í ævisögu sinni (bls. 103), að sjer hafi þótt „mjög gaman að koma þar, og sjá allan staðinn, og einkum lögun hvolsins. Stóð nokk- urn veginn heima lýsing Njálu, en Flosi og hans menn hafa ekki riðið með alla hestana heim í lægðina sunnan megin í hvolnum, heldur hafa þeir skilið (suma) hestana eftir milli hvolsins og Af- fallsins,2) og svo gengið heim“. (Leturbr. hjer). Af framangreindu má sjá, að þeim Sigurði og Finni ber að- eins það á milli, hvort lægðin í hvolnum sje það stór, að hún hafi rúmað alla hesta Flosa og manna hans. Báðir kannast við hana, en Sigurður virðist rannsaka þetta miklu betur og nákvæmar, sbr. mæl- ingarnar á hæð hvolsins og þvermáli, og verður því að álíta hans umsögn ábyggilegri. Hún kemur líka heim við raunveruleikann. Nú er fyrst að athuga, hvað hestamir voru margir. Lið Flosa. er talið 100 manns (kap. 124); þar af voru 20 manns úr Fljótshlíð- inni og nágrenni (Ketill í Mörk), og er líklegt, að þeir hafi verið einhesta. Flosi hefir þá komið með 80 manns að austan, og „hverr þeirra hafði tvá hesta“. Hestarnir hafa því verið 180. Nú er nátt- úrlega ekki alveg víst, að austanmenn hafi farið með tvo til reiðar að Bergþórshvoli. Hitt mætti hugsa sjer, að þeir hefðu skilið annan hestinn eftir í Fljótshlíðinni, í umsjá Sigfússona, til að hvíla hann undir ferðina til baka; auk þess voru margir lausir hestar til trafala í svona ferðalagi. En látum svo vera, að hestarnir hafi verið 180. Hvað þurfa þeir marga fermetra til að standa á bundnir saman? Svarið verður nál. 360 ferm., og er þá vel hægt að ganga milli þeirra. Dalurinn í hvolnum hefði þurft að vera 435—440 ferm. til að rúma hestana standandi og mennina sitjandi, eða ca. 21X21 metrar. — Sigurður Vigfússon segir, að þegar hann rannsakaði lægðina í Hvolnum laust eftir 1880, að þá hefði hún rúmað 200 hesta, að skynsamra manna dómi. Hann virðist hafa borið þetta undir menn á staðnum. En hann hefir ekki — og heldur ekki aðrir — (Finnur) athugað það, hversu miklum breytingum lægðin eða dalurinn hefir hlotið að taka af alveg eðlilegum ástæðum á t. d. 6 óldum, svo ekki sje tekinn lengri tími (1280 til 1880). Jeg hefi borið þetta undir fræði- menn í náttúruvísindum. Þeir telja, að botn dalsins hafi hækkað á 1) S. 1. sumar mældi jeg lægðina í Hvolnum, og- reyndist hún að vera nál. 800 ferm. Liggur hún frá landnorðri til útsuðurs. 2) Sbr. munnmælin, sem Kalund getur um viðv. Flosalág, I., 251. 2*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.