Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Page 27

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Page 27
21 Dr. E. Ó. Sv. talar um, að Flosi og íið hans hafi leynzt eftir að komið var að Bergþórshvoli, og þangað til hann fór með það heim að bænum. Þetta virðist mjer mesti misskilningur. Sagan gefur ekkert tilefni til að ætla, að heimafólk á Bergþórshvoli hafi ekki orðið vart við, er Flosi kom, og hvar hann hafðist við, heldur alveg það gagn- stæða, enda segir það sig sjálft, hvort 100 manna flokkur vopnaður, með hátt á annað hundrað hesta, hefði getað komið í að eins 45 faðma fjarlægð frá bænum, og hafzt þar við góða stund, án þess að heimafólkið yrði þess vart. Vindur hefir og staðið af flokknum, sem sjest af því, hvert reykinn lagði, sem Kári huldi sig í, og hefur vindurinn hjálpað til að bera hljóð. Farandkonurnar, sem komu að Álfhólum daginn fyrir brennuna, sögðu Njálssonum, Grími og Helga, frá ferðum Flosa. Þeir fóru samstundis heim. Hafa vitanlega getið sjer til, að Flosi kæmi mjög bráðlega; hann mundi ekki gefa þeim tækifæri til að safna liði. Bergþóra lýsir því yfir um kveldið, að hún muni í það skipti „síðast bera mat fyrir heimafólk sitt“. Njáll bað engan mann til svefns að fara, „ok vera vara um sik“. Og þegar Flosi fer heim að bænum, stóð Njáll „úti ok synir hans ok Kári ok allir heimamenn, ok skipuðust fyrir á hlaðinu, ok var þat nær þrír tigir manna“ (kap. 128). Allt bendir þetta óneitanlega til þess, að Bergþórshvolsmenn hafi ekki aðeins búist við Flosa þetta kvöld, heldur og vitað, þegar hann kom í Hvolinn. Þess vegna voru allir úti, þegar hann gekk heim, tilbúnir í bardaga. Að því er Flosa snertir, gefur sagan ekkert tilefni til að ætla, að hann hafi komið að Bergþórshvoli með leynd, eða reynt að leyn- ast í Hvolnum. Hún segir aðeins þetta, að Flosi hafi komið þangað „fyrir náttmál“, riðið í dalinn í Hvolnum, bundið þar hesta sína og dvalizt þar „til þess er mjög leið á kveldið“. Um leynd er hvergi getið, enda var hún óhugsandi, þó um miklu meiri fjarlægð hefði verið að ræða. Flosi fer með hestana í dalinn í Hvolnum, af því að hann vill hafa þá sem allra næst sjer, ef svo skyldi takast til, að hann yrði undir í viðureigninni, og þyrfti skjótlega til þeirra að taka — og flýja. Markarfljót Eitt af ^ví> er dr’ E' Sv' finnst höf- »siá f Fljótshlíð ' fJarsha”> er það, að þeim þykir nægilegt að nefna að- eins Markarfljót og Fljótshlíð, þegar frá því er sagt, er Otkell í Kirkjubæ reið ofan á Gunnar á Hlíðarenda, er hann var draginu. Að Flosi hafi átt að hafast við með lið sitt í lítilli laut (Flosalág) amt- an við Hvolinn, sem hann, Kál., segir, að sé nefndur Floshóll, eru munnmæli ein og mesti misskilningur. Við þau munnmæli á Finnur Jónsson; sbr. hjer að framan.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.