Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Qupperneq 27
21
Dr. E. Ó. Sv. talar um, að Flosi og íið hans hafi leynzt eftir að
komið var að Bergþórshvoli, og þangað til hann fór með það heim að
bænum. Þetta virðist mjer mesti misskilningur. Sagan gefur ekkert
tilefni til að ætla, að heimafólk á Bergþórshvoli hafi ekki orðið vart
við, er Flosi kom, og hvar hann hafðist við, heldur alveg það gagn-
stæða, enda segir það sig sjálft, hvort 100 manna flokkur vopnaður,
með hátt á annað hundrað hesta, hefði getað komið í að eins 45
faðma fjarlægð frá bænum, og hafzt þar við góða stund, án þess
að heimafólkið yrði þess vart. Vindur hefir og staðið af flokknum,
sem sjest af því, hvert reykinn lagði, sem Kári huldi sig í, og hefur
vindurinn hjálpað til að bera hljóð. Farandkonurnar, sem komu að
Álfhólum daginn fyrir brennuna, sögðu Njálssonum, Grími og Helga,
frá ferðum Flosa. Þeir fóru samstundis heim. Hafa vitanlega getið
sjer til, að Flosi kæmi mjög bráðlega; hann mundi ekki gefa þeim
tækifæri til að safna liði. Bergþóra lýsir því yfir um kveldið, að
hún muni í það skipti „síðast bera mat fyrir heimafólk sitt“. Njáll
bað engan mann til svefns að fara, „ok vera vara um sik“. Og
þegar Flosi fer heim að bænum, stóð Njáll „úti ok synir hans ok
Kári ok allir heimamenn, ok skipuðust fyrir á hlaðinu, ok var þat
nær þrír tigir manna“ (kap. 128). Allt bendir þetta óneitanlega til
þess, að Bergþórshvolsmenn hafi ekki aðeins búist við Flosa þetta
kvöld, heldur og vitað, þegar hann kom í Hvolinn. Þess vegna voru
allir úti, þegar hann gekk heim, tilbúnir í bardaga.
Að því er Flosa snertir, gefur sagan ekkert tilefni til að ætla,
að hann hafi komið að Bergþórshvoli með leynd, eða reynt að leyn-
ast í Hvolnum. Hún segir aðeins þetta, að Flosi hafi komið þangað
„fyrir náttmál“, riðið í dalinn í Hvolnum, bundið þar hesta sína og
dvalizt þar „til þess er mjög leið á kveldið“. Um leynd er hvergi
getið, enda var hún óhugsandi, þó um miklu meiri fjarlægð hefði
verið að ræða. Flosi fer með hestana í dalinn í Hvolnum, af því að
hann vill hafa þá sem allra næst sjer, ef svo skyldi takast til, að hann
yrði undir í viðureigninni, og þyrfti skjótlega til þeirra að taka —
og flýja.
Markarfljót Eitt af ^ví> er dr’ E' Sv' finnst höf- »siá f
Fljótshlíð ' fJarsha”> er það, að þeim þykir nægilegt að nefna að-
eins Markarfljót og Fljótshlíð, þegar frá því er sagt,
er Otkell í Kirkjubæ reið ofan á Gunnar á Hlíðarenda, er hann var
draginu. Að Flosi hafi átt að hafast við með lið sitt í lítilli laut (Flosalág) amt-
an við Hvolinn, sem hann, Kál., segir, að sé nefndur Floshóll, eru munnmæli ein
og mesti misskilningur. Við þau munnmæli á Finnur Jónsson; sbr. hjer að
framan.