Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Blaðsíða 31
25
ast að Hofi, þó að leiðin yrði með því krókóttari, var beinlínis fyrir-
hugað í upphafi ferðalagsins. Hjer er ekkert sjeð í þoku hjá höf.
Þegar staðþekking Njáluhöf. í Rangárþingi er athuguð af ná-
kvæmni og kunnugleika, og engin sjerstök sjónarmið eru látin koma.
til greina, verður henni varla, að jeg held, gefinn annar vitnisburður
en sá, að hún sje afburðagóð.
í SKAFTAFELLSÞINGI.
I upphafi var að því vikið, að lýsing á stöðum 1
Bardagamir gkaftafellsþingi væri ekki nákvæmari en annars.
^bremvu S" s^a^ar- ^n staðþekking höf. í þessu þingi lofar dr.
E. Ó. Sv. á hvert reipi. Einkum eru það þrír atburð-
ir, sem þar fara fram, og lýst er, og þeir eru:
a) Bardaginn í Kerlingardal.
b) Bardaginn við Skaftá.
c) Bardaginn í Kringlumýri.
Allir þessir bardagar voru háðir eftir Njálsbrennu af Kára og
vinum hans, til að hefna brennunnar eins og kunnugt er.
Nú er það svo, að lýsingin á þeim stöðum, þar sem þessir at-
burðir fara fram, er á engum þeirra nákvæm, að því er dr. E. Ó. Sv.
skýrir sjálfur frá. Að hans sögn er lýsingin af staðnum, sem barizt
var á í Kerlingardal, ekki nákvæmari en svo, að um tvo staði getur
verið að ræða, Kárhólma og Kerlingardal, en milli þessara staða eru
fjórir km. (sbr. U. N. 359—61).
Næst upplýsir hann, að bardaginn við Skaftá hafi farið fram
við allt abra á en Skaftá, „á eina eða læk, sem rennur eftir Mel-
tungnagljúfri“. Að vísu er þessi á ekki nema „10—15 mínútna hæg-
an gang“ frá Skaftá sjálfri, en við hana segir Njála alveg skýlaust,
að bardaginn hafi verið (150. kap.). En þetta „er annar staður en
sagan segir“; dr. E. Ó. ’Sv. fannst það allt annað en góð lýsing á
Bergþórshvoli.
Að síðustu skýrir dr. E. Ó. Sv. frá því, að það sje „ofmælt“,
m. ö. o. ekki rjett, sem sagan segir, að hraun sje „allt umhverfis“
Kringlumýri.
Að vísu má segja, að þetta sjeu ekki stórvægilegar villur á
lýsingu staða, en dr. E. Ó. Sv. hefði áreiðanlega haft eitthvað við
þær að athuga, ef þær hefðu verið í Dölum eða Rangárþingi..
Og mjer finnst lítil ás.tæða til að falla í stafi af undrun yfir
þessari staðþekkingu eins og hann gerir (sbr. U. N., bls. 363), þar