Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Side 37
31
argerðin — sje komin „frá Sæmundi fróða eða sonum hans, og virðist
mér margt styðja það“.
Nú hefur Jón Jóhannesson, cand. mag., sannað það ræki-
lega í Skírni 1937 (bls. 211—12), að mjer virðist, að Hræreks-
gerðin, er jeg nefni svo, er að ýmsu leyti röng. IJann segir
m. a., að það sje merkilegt atriði „hvers vegna Þórólfur vága-
nef er ýmist sagður son Þrándar hins gamla eða Hræreks, sona
Haralds hilditannar. Það er hugsanlegt, að Oddaverjar hafi munað
3—4 liði aftur fyrir Hrafn heimska landnámsmann, en lengra hefir
það varla verið. Hrafn fór úr Þrándheimi til Islands, og forfeður
hans hafa sennilega verið þrænskir. Nú hlýtur Sæmundur hinn fróði
að hafa kynnst hinum lærðu söguaðferðum sinna tíma ytra, og var
því eðlilegt, að hann eða einhver annar Oddaverja rekti ætt sína til
Þrándar, er menn hugðu að Þrándheimur drægi nafn af.... Síðar
hefir þótt heppilegra, að fella Þránd úr, því að hann var annars.
talinn son Nórs, og setja annan í staðinn. Þeim náunga var gefið
nafnið Hrærekur, því að líklegt hefir þótt, að Haraldur hilditönn léti
heita eftir föður sínum.Eitthvað á þessa leið hygg ég, að skýra megi
hinar tvær gerðir af þessum þætti ættartölunnar".
Allt finnst mjer þetta mjög sennilegt, að einmitt þessi gerð ætt-
artölunnar, Þrándar-gerðin sje komin frá Oddaverjum, og því virðist
mjer eðlilegt, að hún sje í 25. kap. Njálu.
Dr. E. Ó. Sv. þykir það „athyglisvert“, sem það líka er, að í
Njálu er talað um leiðir til Rómaborgar. Er þekking á þeim ekki.
komin frá Sæmundi fróða? Að vísu mun Sæmundur ekki hafa farið
sjálfur þangað suður, því vart mun að treysta því, sem sagt er neðan-
máls í elztu sögu Jóns biskups helga (Bisks., bls. 156), að Jón hafi
haft Sæmund með sjer „sunnan frá Róm og út hingat til frænda sinna
og fósturjarðar". En hitt er vitað, að Jón helgi fór tvisvar til Róma-
borgar, og að hann í fyrra skiftið spurði upp Sæmund frænda sinn,
nágranna — annar frá Breiðabólstað, hinn frá Odda — og næstum
jafnaldra, og kom með hann heim. Sæmundur hefir því ekki verið í
neinum vandræðum með að fá upplýsingar um leiðir til Rómaborgar.
En hinir Oddaverjarnir. Hafa þeir nokkur afskipti haft af Njálu?'
Hvað um Jón Loftsson t. d. Við þekkjum hann frá Sturlungu, og
sögunum af Þorláki biskupi helga, einkum Oddverjaþætti í miðsög-
unni. Þar eru tilfærð eftir honum tilsvör og ræðubrot. Sá, er þá sögu
ritaði, hefur munað Jón Loftsson, og þá Þorlák biskup og Orm Eyj-
ólfsson, kapalín hans, og verið ástvinur allra.1) Það er ljóst
1) Ólafur prófessor Lárusson hefir bent mjer á, að Ormur kapalin hafl