Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Síða 37

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Síða 37
31 argerðin — sje komin „frá Sæmundi fróða eða sonum hans, og virðist mér margt styðja það“. Nú hefur Jón Jóhannesson, cand. mag., sannað það ræki- lega í Skírni 1937 (bls. 211—12), að mjer virðist, að Hræreks- gerðin, er jeg nefni svo, er að ýmsu leyti röng. IJann segir m. a., að það sje merkilegt atriði „hvers vegna Þórólfur vága- nef er ýmist sagður son Þrándar hins gamla eða Hræreks, sona Haralds hilditannar. Það er hugsanlegt, að Oddaverjar hafi munað 3—4 liði aftur fyrir Hrafn heimska landnámsmann, en lengra hefir það varla verið. Hrafn fór úr Þrándheimi til Islands, og forfeður hans hafa sennilega verið þrænskir. Nú hlýtur Sæmundur hinn fróði að hafa kynnst hinum lærðu söguaðferðum sinna tíma ytra, og var því eðlilegt, að hann eða einhver annar Oddaverja rekti ætt sína til Þrándar, er menn hugðu að Þrándheimur drægi nafn af.... Síðar hefir þótt heppilegra, að fella Þránd úr, því að hann var annars. talinn son Nórs, og setja annan í staðinn. Þeim náunga var gefið nafnið Hrærekur, því að líklegt hefir þótt, að Haraldur hilditönn léti heita eftir föður sínum.Eitthvað á þessa leið hygg ég, að skýra megi hinar tvær gerðir af þessum þætti ættartölunnar". Allt finnst mjer þetta mjög sennilegt, að einmitt þessi gerð ætt- artölunnar, Þrándar-gerðin sje komin frá Oddaverjum, og því virðist mjer eðlilegt, að hún sje í 25. kap. Njálu. Dr. E. Ó. Sv. þykir það „athyglisvert“, sem það líka er, að í Njálu er talað um leiðir til Rómaborgar. Er þekking á þeim ekki. komin frá Sæmundi fróða? Að vísu mun Sæmundur ekki hafa farið sjálfur þangað suður, því vart mun að treysta því, sem sagt er neðan- máls í elztu sögu Jóns biskups helga (Bisks., bls. 156), að Jón hafi haft Sæmund með sjer „sunnan frá Róm og út hingat til frænda sinna og fósturjarðar". En hitt er vitað, að Jón helgi fór tvisvar til Róma- borgar, og að hann í fyrra skiftið spurði upp Sæmund frænda sinn, nágranna — annar frá Breiðabólstað, hinn frá Odda — og næstum jafnaldra, og kom með hann heim. Sæmundur hefir því ekki verið í neinum vandræðum með að fá upplýsingar um leiðir til Rómaborgar. En hinir Oddaverjarnir. Hafa þeir nokkur afskipti haft af Njálu?' Hvað um Jón Loftsson t. d. Við þekkjum hann frá Sturlungu, og sögunum af Þorláki biskupi helga, einkum Oddverjaþætti í miðsög- unni. Þar eru tilfærð eftir honum tilsvör og ræðubrot. Sá, er þá sögu ritaði, hefur munað Jón Loftsson, og þá Þorlák biskup og Orm Eyj- ólfsson, kapalín hans, og verið ástvinur allra.1) Það er ljóst 1) Ólafur prófessor Lárusson hefir bent mjer á, að Ormur kapalin hafl
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.