Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Qupperneq 38
32
sl því, hvað hann ber þeim öllum vel söguna. Mjer þykir mjög lík-
legt, að hann hafi verið sjálfur með í sumum þeim ferðum, er þeir
deildu harðast, Jón og Þorlákur biskup, t. d. er viðureign þeirra fór
fram í Skarði á Landi, — svo er öllu nákvæmlega lýst þar, og rjett
og kunnuglega lýst ferðalagi biskups á Landinu — og að hann hafi
sjálfur (eða heimildarmaður hans, Ormur kapalín Eyjólfsson?)
Jieyrt tilsvör Jóns og ræðubrot, sem eftir honum eru höfð í Oddaverja-
þætti.* 1)
Og líklega má það sama segja um það sem eftir honum er haft
í Sturlusögu í Sturlungu, að það sje ritað af heyrnarvotti, hver sem
hann hefir verið. Sturlusaga er talin rituð „snemma á 13 öld“, (sbr.
formála Sturl., XVIII.)
Jeg verð nú að kveða upp úr um það, að mjer finnst ýmsum
setningum í Njálu og setningum Jóns Loftssonar svipa saman að bún-
ingi (stíl), og þá ekki síður að hugsuninni, sem er á bak við þær, þeirri
hugsun, að láta mótstööumanninn vita það afdráttarlaust, að það sje
hann, sem er minni máttar, hann skuli verða að lúta í lægra haldi, að
sá er talar hafi ótvíræða yfirburði.
Hjer eru nokkur dæmi:
NJÁLA
Gunnar á Hlíðarenda við Hrút
Herjólfsson, er hann vildi ekki
þiggja, að Njáll bjargaði fjár-
heimtumáli Unnar á lagalegan
hátt: „Eru þeir bræðr svá nær,
Hrútr ok Höskuldr, at þeir megi
BISKUPASÖGUR.
Jón Loftsson við Þorlák bisk-
up helga, er hann bannaði biskupi
með liðsafnaði að ná kirkju í
Skarði á Landi. Biskup mælti:
„Hvárt hyggr þú, Jón, at banna
mér kirkju? Jón svarar „Þat mun
verið af Ásgeirsætt £ Víðidal í aðra ættina, en Guðm. ríka í hina. (Sbr. Land-
náma, 126). Hann var því frændi Jóns Loftssonar frá Eyjólfi halta Guð-
mundarsyni.
1) Jeg hygg, að Þorlákssaga B, miðsagan, sje rituð nokkru fyr en talið
hefir verið, og eigi mikið síðar en 25 árum eftir dauða Jóns Loftssonar (1197)
eða nál. 1222. Jeg held það misskilning hjá Guðbr. Vigfússyni, er hann heldur
(sbr. Formála Bisk.s., XLV), að Ormur hinn gamli, sem sagður er bóndi á
Rauðalæk í Öræfum sumarið 1179 — þegar Þorlákur biskup hafði setið „einn
vetur aðj stóli sínum“ og tók að hefja kröfur um yfirráð yfir kirkjustöðum —
hafi verið Ormur Svínfellingur (d. 1241), hálfbróðir Brands ábóta, síðar biskups.
Hann hlýtur að hafa verið ungur 1179. En á þessum misskilningi byggir hann
mest um aldur sögunnar. Ormur „gamli“, sem býr á Rauðalæk þetta ár, er
alveg vafalaust Ormur Jónsson Sigmundssonar, Þorgilssonar, d. 1191, elzti Svin-
fellingurinn með þessu nafni, og langiafi Orms Svínfellings.