Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Side 44

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Side 44
38 drætti Bókmenntafjelagsins, heldur miklu fremur til hins, að þau sjeu sömu vötnin og Álftavötn, sem nú kallast svo. Bláfjall er ekki dregið á uppdrátt mag. Þórðar og Álftavötn eru ekki á uppdrætti Bókmenntafjelagsins, en á báðum uppdráttunum eru upptök Tungu- fljóts sýnd ámóta sunnarlega, miðað við Þríhyrning. Þórði byskupi kann að hafa verið sagt, að Tungufljót kæmi úr Fiskivötnum, og að þau væru svo sunnarlega, sem hann setur þau, en þess skal þó getið, að hann gerði annan uppdrátt 2 árum áður, 1668, sem einnig er nú til nákvæm eftirlíking af í Þjóðminjasafninu. Á honum eru vötnin sýnd 4, og nafnið sett við þau. Sá uppdráttur er gjörður mjög í lík- ingu við uppdrætti íslands í kortabókum Abrahams Orteliusar og Gerhards Mercators frá lokum 16. aldar (og síðan), sem vafalaust eru gerðir eftir uppdrætti, sem Guðbrandur byskup Þorláksson, langafi Þórðar byskups, hafði gjört, ef til vill nærri heilli öld áður en Þórður byskups gerði þessa uppdrætti sína.1) En á þessum upp- dráttum Orteliusar eru vötnin sýnd 4, og sett nafnið Fiskivötn („Fiske-notn“, sic!) hjá. Hefur Þórður byskup tekið þetta á upp- drætti sína, svo að segja eins á hinn fyrri. — Nú á dögum kemur Tungufljót ekki úr neinum vötnum, hvorki Álftavötnum nje öðrum, en að sönnu eru upptök þess mjög nálægt Álftavötnum, sbr. meðf. nýjan og nákvæman uppdrátt eftir Ágúst Böðvarsson, landmælinga- rnann. — Þórður byskup virðist ekki hafa haft neina hugmynd um Tungná og Fiskivötn norðan hennar, er hann gerði uppdrætti sína, og engir menn, sem kunna að hafa vitað um þau og hvar þau voru, hafa getað haldið, að Tungufljót kæmi úr þeim. En viðvíkjandi hinu, sem Kálund nefnir í grein sinni í ísafold, safni Árna Magnússonar til örnefnalýsingar íslands, verður hjer að svo stöddu ekki annað sagt en það, að það safn er nú prentað í hina mikla riti, Árni Magnússons levned og skrifter, á bls. 255—78, -en þar er ekkert minnzt á Fiskivötn. Fullyrðir þó Kálund, að Árni hafi sjálfur sagt þetta um Fiskivötn og að þessi ummæli hans sje að finna í þessu safni, A. M. 213, 8vo, og er mjer ókunnugt um, hvers vegna þau ummæli Árna hafa ekki verið prentuð með, er þessar greinir hans voru prentaðar--Árni hafði á ferðum sínum hjer (og æ síðan) þennan uppdrátt Þórðar byskups frá 1670, hafði lánað hann hjá konungi, Kristjáni V., sem Þórður hafði gefið hann.2) Vitnar Árni í þennan uppdrátt í örnefnagreinum sínum, og að sjálf- sögðu hefur hann veitt eftirtekt Fiskivötnum þeim á honum, sem 1) Halldór Hermannsson, Two Cartographers (Islandica, Vol. XVII), Ithaca 1926, bls. 14 o. áfr. — 2) S. st., bls. 27—28.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.