Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Síða 45
39
mag. Þórður hefur við upptök Tungufljóts. — Árni heyrði getið um
Tungná („Túná“), og var honum sagt fyrst, að hún hefði upptök sín
úr Grímsvötnum, en síðar, að hún hefði þau úr Síðujökli, þ. e. vest-
urhluta Vatnajökuls, sbr. t. a. m. uppdrátt Bókmenntafjelagsins.
1 þessari smágrein, sem Kálund getur um, að sje í safni Árna
JVlagnússonar til örnefnalýsingar Islands, er það m. a. tekið fram;
að í Fiskivötnum norðan Tungnár sje mikil silungsveiði, helzt í nóv-
ember, og að menn hafi farið jafnvel frá Landi í Rangárvallasýslu
þangað til veiða. Um veiðiskap í Skaftártungu er ekki getið í grein-
inni, en að eins tiltekin fjarlægð vatnanna þaðan, sagt, að þau liggi
meira en þingmannaleið þaðan. — Eftir uppdrætti Bókmenntafje-
lagsins liggja þau um U/2 þingmannaleið þaðan, og er sýndur að
þeim vegur úr Skaftártungu, eða raunar af Fjallabaksveg nyrðri,
.svo sem sá vegur er dreginn þar. En þótt það standi ekki í grein-
inni um Fiskivötn í A. M. 213,8vo, að menn úr Skaftártungu hafi
íarið þangað til veiða, munu þeir þó hafa gjört það í tíð Árna, enda
benda aðrar frásagnir á það.
Sveinn læknir Pálsson fór manna fyrstur rannsóknarför til
Fiskivatna í ágúst og september 1795, og hefur hann ritað greini-
lega um þá ferð í ferðabækur sínar. Þorvaldur Thoroddsen fór þang-
að aðra rannsóknarför, nær heilli öld síðar, í Júlí og Ágúst 1889, og
ritaði hann einnig góða skýrslu um þá för alla, sjá bls. 216—93 í
II. bindi Ferðabókar hans, Kh. 1914. I þá skýrslu hefur hann sett
inn dálítinn útdrátt af ferðasögu Sveins læknis. Talar Sveinn nokk-
uð um silungsveiðina í vötnunum og segir, að hún hafi til forna verið
lögð til jafns við heila vertíð í Vestmannaeyjum; en ekki tiltekur
hann þetta nánar, nje segir, hve nær þetta hafi verið. Sennilega
hefur hann ekki heyrt neitt annað um þetta atriði en þessi óljósu
munnmæli, líklega úr Skaftártungu. Hann segir, að veiðiferðir til
vatnanna hafi verið vanræktar síðan 1740 og hafi alveg hætt 1783,
en þó hafi Skaftártungumenn átt þar þrjá báta 1784, og að menn
(þ. e. þeir) hafi (síðan) stöku sinnum farið þangað á haustin (eink-
um) til álftaveiða og fjaðratekju. — Skaftáreldarnir 1783 og ýmsar
afleiðingar þeirra hafa sennilega valdið því, að Skaftfellingar lögðu
þá algerlega niður veiðiferðir sínar til Fiskivatna, og líklegt er, að
Kötlugosið sumarið 1721 og ýmsar afleiðingar þess hafi orðið til að
draga mjög mikið úr hvers konar ferðum til Fiskivatna.
Sveini Pálssyni var að sjálfsögðu vel kunnugt um það, sem stóð
í ferðabók þeirra Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar, á bls.
792 og 870, og hann þekkti vel uppdrætti þá, er fylgdu henni og