Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Page 63

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Page 63
55 gilda. En það er hans verk, að reyna að finna sannleikann í þessu máli. Sýsluhégómagirnd og sveitarmetnaður á þar engan rétt á sér. Ég er ekki hæfur til að dæma um gildi rita minna um íslenzkar fornsögur, það er annara að gera. Ég hef gert nokkrar, sjálfsagt mjög ófullkomnar, tilraunir til að tengja nokkur fornrit við menningarlíf þess héraðs, þar sem ég hef hugsað mér þær til orðnar. Það er óþarfi að fara að telja það upp. En athugun þeirra, kannske ekki sízt ritsins Um Njálu, ásamt með ritgerðinni Njála og Skógverjar, og bæklings- ins Sagnaritun Oddaverja, ætti að sýna, að fyrir mér vakti annað en fánýtur sveitametnaður. Þetta er að vísu ekkert að stæra sig af, þetta er sjálfsögð skylda, sem flestir sagnakönnuðir síðari tíma hafa rækt. En þegar á að leggja vísindin undir hreppapólitískt ok, má ekki minna vera en á það sé bent og það nefnt sínu rétta nafni. SkoSanir mínar. A. J. J. segir í upphafi greinar sinnar, að það sé annað höfuðmarkmið bókar minnar um Njálu, „virðist mjer“, „að reyna að slá því föstu, að höfundur hennar hafi verið Skaftfellingur, en ekki Rangæingur eða úr öðrum hjeruðum“, og líkt segir hann á öðrum stað. Um þetta væri nú væntanlega ekkert að segja, ef rétt væri. En A. J. J. lætur þar ekki staðar numið. Sýknt og heilagt hamrar hann (og Sk. G. með) á því, að ég halli á Rangæinga í rannsókn minni, en finni málsbætur á þverbrestum staðháttalýsinga í Skaftafellsþingi. Einna lengst gengur A. J. J., þar sem hann segir (bls. 16) : „Það eru aðrir, sem hafa hugsað sjer þau (o: Fiskivötn) á „röngum“ stað, af ýmsum ástæðum, m. a. þeirri, að því er virðist, að það sjáist „greinilega", að höf. Njálu sjái Fiskivötn úr Skaftafellssýslu! (Sbr. „U. N., bls. 367)“. Eg þekki ekki hr. A. J. Johnson, en ég held mér skeiki ekki, að ýmsir mundu hugsa sig um tvisvar, áður en þeir kæmu fram með slíka hluti í umræðum, sem eiga þó að vera vísindalegar. Um andsvör af minni hálfu við öðru eins og þessu er vitanlega ekki að ræða. Ég þykist ekki hafa verið myrkur í máli í bók minni „U. Nj“, en úr því að hvorki A. J. J. né Sk. G. hafa meira en svo glöggvað sig á niður- stöðum mínum, skal ég taka þær upp. Bls. 342 ræði ég um verkefnið: hvar er sagan skrifuð ? og svara þeirri spurningu þegar í stað: það er um það bil óhugsandi, að hægt sé að öðlast vissu um það. En hitt sé að líkindum gerlegt, að komast að raun um, hvar höfundur sé kunn- ugastur, og þegar síðar í bókinni sé talað um, að höf. sé Breiðfirðing- ur, Rangæingur eða Skaftfellingur, þá sé átt við, að hann sé þar kunn- ugur og hafi dvalið þar langdvölum. Niðurstaða mín á athugun stað- háttalýsinga í Rangárþingi er nákvæmast til tekin á bls. 358: „að ekki geti komið til mála, að hann (o: höf.) hafi alizt upp eða dvalizt lang-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.