Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Síða 64
56
dvölum á Rangárvöllum, í Fljótshlíð eða Landeyjum". Á bls. 367 er
talað um vegalengdir „á Rangárvöllum og Landeyjum" — ekki í
Rangárþingi yfirleitt. Ennfremur er tekið fram, að stöðum austan
Markarfljóts sé rétt lýst. Athugull lesandi mundi hafa tekið eftir því,
að það er eins og Markarfljót sé hér markalína, og hann mundi vita-
skuld fara eftir hinni alþekktu lagareglu, að nákvæmari lagastafur
skýrir þann ónákvæmari. Um Skaftafellsþing: bls. 365 ræði ég um
þann möguleika, að höf. hafi verið alinn upp í Skaftafellsþingi eða
dvalizt þar langdvölum, og bls. 371 segi ég skýrum stöfum, að hann
virðist hafa dvalið þar langdvölum. Fyrir þessum niðurstöðum er gerð
grein í Skírni 1937, bls. 19, og við þær stuðzt í rannsókninni á eftir. Ef
A. J. J. hefði athugað þessi efni af meiri ró, hefði hann kannske ekki
orðið eins hvumsa við niðurstöðum Skírnis-greinarinnar. Annars er
það dálítið einkennilegt, að á báðum þeim stöðum, þar sem A. J. J. er
að tjá tilgang minn, viðhefur hann orðið virðist: var kannske einhver,
sem benti honum á, að hann hefði ekki gert sér sem gleggsta grein fyr-
ir, hvað ég væri að fara?
Við þá ásökun, að ég hafi hallað á Rangæinga, þ. e. dæmt öðru-
vísi um staðreyndirnar í því héraði en í Skaftafellsþingi, er ekki ann-
að að gera en vísa mönnum til bókar minnar sjálfrar; hver maður,
sem ekki er haldinn af hreppapólitískri glámskyggni, ætti að geta
myndað sér skoðun um það. Hér skal ég aðeins benda á eftirfarandi
atriði: Ég get ekki fundið neina mótbáru hjá Sk. G. og A. J. J. gegn
skaftfellskri staðfræði sögunnar, sem ég hef ekki tekið fram áður. Svo
fjarri því er, að ég hafi dregið fjöður yfir það, sem menn gætu fett
fingur út í. Þeir finna að þeirri varkárni minni, að ég varast að draga
ályktanir af of lítilfjörlegum mótbárum, þegar það hérað á í hlut, en
þeir veita því ekki athygli, að ég sýni alveg sömu varkárni, þegar önn-
ur héröð eiga hlut að máli1). A. J. J. ræður það af orðalagi mínu, að
mér sé óljúft að „játa“, eins og hann kemst að orði, að höfundur
Njálu hafi komið að Hlíðarenda og þekkt þar nokkuð til. Mér þykir
leitt að verða að segja, að A. J. J. fer hér alveg villur vegar. Mér
þótti einmitt jafnvænt um að sannfærast um þetta, eins og mér var
1) Dæmi: úr Dölum Bjarneyjar bls. 350 nm.; — úr Rangárþingi (auk
margs annars, sem sumt verður nefnt síðar) t. d. þorgeirsvað 357—8, ferð
Skarphéðins og Högna 358, — það er óþarfi af A. J. J. að vera að hneyxlast á
orðum mínum um þetta efni. Hann fer að erfiða í að finna upp skýringu á
leið þeirra (bls. 24—25): þeir höfðu þegar í upphafi ákveðið að gefa Merði líf,
og koma því síðast til hans. En úr því að A. J .J. veit svo mikið, gæti hann
kannske líka sagt, hvers vegna þeir vildu sérstaklega hlífa Merði, sem eftir
sögunni átti manna verstan þátt í málum Gunnars; vildi jafnvel láta brenna
hann inni.