Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Qupperneq 64

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Qupperneq 64
56 dvölum á Rangárvöllum, í Fljótshlíð eða Landeyjum". Á bls. 367 er talað um vegalengdir „á Rangárvöllum og Landeyjum" — ekki í Rangárþingi yfirleitt. Ennfremur er tekið fram, að stöðum austan Markarfljóts sé rétt lýst. Athugull lesandi mundi hafa tekið eftir því, að það er eins og Markarfljót sé hér markalína, og hann mundi vita- skuld fara eftir hinni alþekktu lagareglu, að nákvæmari lagastafur skýrir þann ónákvæmari. Um Skaftafellsþing: bls. 365 ræði ég um þann möguleika, að höf. hafi verið alinn upp í Skaftafellsþingi eða dvalizt þar langdvölum, og bls. 371 segi ég skýrum stöfum, að hann virðist hafa dvalið þar langdvölum. Fyrir þessum niðurstöðum er gerð grein í Skírni 1937, bls. 19, og við þær stuðzt í rannsókninni á eftir. Ef A. J. J. hefði athugað þessi efni af meiri ró, hefði hann kannske ekki orðið eins hvumsa við niðurstöðum Skírnis-greinarinnar. Annars er það dálítið einkennilegt, að á báðum þeim stöðum, þar sem A. J. J. er að tjá tilgang minn, viðhefur hann orðið virðist: var kannske einhver, sem benti honum á, að hann hefði ekki gert sér sem gleggsta grein fyr- ir, hvað ég væri að fara? Við þá ásökun, að ég hafi hallað á Rangæinga, þ. e. dæmt öðru- vísi um staðreyndirnar í því héraði en í Skaftafellsþingi, er ekki ann- að að gera en vísa mönnum til bókar minnar sjálfrar; hver maður, sem ekki er haldinn af hreppapólitískri glámskyggni, ætti að geta myndað sér skoðun um það. Hér skal ég aðeins benda á eftirfarandi atriði: Ég get ekki fundið neina mótbáru hjá Sk. G. og A. J. J. gegn skaftfellskri staðfræði sögunnar, sem ég hef ekki tekið fram áður. Svo fjarri því er, að ég hafi dregið fjöður yfir það, sem menn gætu fett fingur út í. Þeir finna að þeirri varkárni minni, að ég varast að draga ályktanir af of lítilfjörlegum mótbárum, þegar það hérað á í hlut, en þeir veita því ekki athygli, að ég sýni alveg sömu varkárni, þegar önn- ur héröð eiga hlut að máli1). A. J. J. ræður það af orðalagi mínu, að mér sé óljúft að „játa“, eins og hann kemst að orði, að höfundur Njálu hafi komið að Hlíðarenda og þekkt þar nokkuð til. Mér þykir leitt að verða að segja, að A. J. J. fer hér alveg villur vegar. Mér þótti einmitt jafnvænt um að sannfærast um þetta, eins og mér var 1) Dæmi: úr Dölum Bjarneyjar bls. 350 nm.; — úr Rangárþingi (auk margs annars, sem sumt verður nefnt síðar) t. d. þorgeirsvað 357—8, ferð Skarphéðins og Högna 358, — það er óþarfi af A. J. J. að vera að hneyxlast á orðum mínum um þetta efni. Hann fer að erfiða í að finna upp skýringu á leið þeirra (bls. 24—25): þeir höfðu þegar í upphafi ákveðið að gefa Merði líf, og koma því síðast til hans. En úr því að A. J .J. veit svo mikið, gæti hann kannske líka sagt, hvers vegna þeir vildu sérstaklega hlífa Merði, sem eftir sögunni átti manna verstan þátt í málum Gunnars; vildi jafnvel láta brenna hann inni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.