Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Síða 67
59
Um þetta er ekkert að fást, þetta er nú svona. Annars er þetta engin
undantekning. Sama er að segja um svo ákaflega mörg önnur störf.
Misskilningur. Á einum stað í ritgerð sinni talar Sk. G. um
lengd bókar minnar. Ég vona áður en langt um líður að geta aukið
þar nokkru við, og þó að sumum löndum mínum þyki ef til vill hæfi-
legast, að það sé grafið, þá er aldrei að vita nema með öðrum þjóðum
séu menn, sem líti öðruvísi á það mál. Annars býst ég ekki við í því
riti að bæta miklu við um þau efni, sem ég hef rætt um í fyrri bókinni,
og verður hún að gjalda þess, að ég hef stundum verið helzt til stutt-
orður. Um alla staðfræði sögunnar hef ég t. d. reynt að fjalla í hóti
styttra máli en Sk. G. hefur varið til að skýra nokkur atriði þessa
efnis í Árbókum Fornleifafélagsins og í litlu lengra máli en A. J. J.
nú í þessu riti. Ég get því eins vel búizt við, að stundum hefði verið
hægt að koma í veg fyrir misskilning með því að gera ögn nánari
grein fyrir hlutunum.
En hvað sem nú um þetta er, þá er hitt víst, að misskilnings
gætir töluvert hjá þeim báðum, Sk. G. og A. J. J. Sk. G. misskilur
t. d. tökuorð, honum skilst ég víti söguna fyrir örnefnafæð, o. s. frv.
Úr ritgerð A. J. J. skal ég nefna eitt dæmi, sem snertir Skírnisgrein
mína. Hann talar (bls. 18) um dóm minn um staðþekkingu höfundar
Njálu á Bergþórshvoli: „Hjer er ekki lengi verið að kveða upp dóm,
sem dr. E. Ó. Sv. sjálfur virðist nú álíta, a. m. k. að sumu leyti,
óábyggilegan (sbr. Skírnir 1937, bls. 36—37)“. Þetta er hreinn mis-
skilningur. Ég kemst einmitt svo að orði á tilvitnuðum stað: „Það
er t. d. mjög hæpið að leggja allt of mikið upp úr því, að staðháttum
á Bergþórshvoli sé lýst miður en skyldi“. Þetta þýðir, eins og hver
maður getur séð á sambandinu: það er ekki mikið upp úr því leggjandi
fyrir afstöðu Njálu til Skógverja, að höfundur Njálu hefur ekki komið
að Bergþórshvoli. Þetta átti hr. A. J. J. ekki að vera vorkunn að skilja.
Ég skal um leið geta þess, að það sem A. J. J. hefur eftir mér (bls.
27) , að það sé mín skoðun, að Skóga-Skeggi sé aðalheimildarmaður
Njálu, að ég hef ekki nefnt það á nafn í Skírnis-grein minni né annar-
staðar. Þar fyrir getur það vel verið.
Hér er nú komið að nýju efni. A. J. J. fer rangt með orð mín,
sem þó eru svo skýr, að á þeim verður eltki villzt. Um það eru ekki
svo fá dæmi.
Rangfærslur. 1) I bók minni, bls. 351, tala ég nokkuð um
Þrándargil, sem eftir 2. kap. Njálu á að vera í takmörkum þess
lands, sem Höskuldur gefur Hrúti. Allir viðurkenna, að þetta örnefni