Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Page 68
60
sé rangt. Síðan bæti ég við: „Sigurður Vigfússon hefur tekið sér fyrir
hendur að leiðrétta þetta og telur, að standa eigi Hrútagil, en slík
leiðrétting breytir auðvitað ekki staðþekkingu söguritarans. Annars
er leiðréttingin röng, eins og Ólafur Lárusson hefur sýnt“ — og kem-
ur síðan tilvitnun til þess staðar. A. J. J. lítur nú í ritgerð Ólafs, og
eru þar fluttar fram ástæður fyrir þeirri skoðun, að Hrútagil eigi hér
ekki við, heldur væru hin eðlilegu mörk Þverá. Mér virðast ástæður
Ólafs Lárussonar sannfærandi. Og ég held A. J. J. sé á sama máli.
En svo segir hann (bls. 5): „Mér sýnist, að þessi tilvitnun dr. E. Ó.
Sv. til próf. Ó. L. styðji ekki mikið það mál, sem hann ætlast til, að
hún styðji, skort Nj. höf. á staðþekkingu í Dölum“. Hér er sá galli á,
að ég hef ekki skrifað orð um, að þessi tilvitnun styddi þá skoðun, að
höf. Njálu hafi verið ókunnugur í Dölum, ekki dottið slíkt í hug. Hún
var hins vegar sett til stnðnings því, að leiðréttingartilraun Sigurðar
Vigfússonar væri röng, sem er allt annað mál.
2) A. J. J. grípur nú tækifærið í neðanmálsgrein á sömu bls. að
reyna að sýna, að sumar aðrar tilvitnanir mínar séu ekki heldur á
marga fiska: „Svo er reyndar um fleiri tilvitnanir dr. E. Ó. S.,
þegar að er gætt, t. d. tilvitnunina til Tryggva Þórhallssonar, sem
á að styðja þá skoðun, að höf. Njálu hafi verið Skaftfellingur. Tryggvi
segir aðeins:“ — og svo kemur tilvitnunin, sjá hér að framan bls.
5 nm. Hér er allt á eina bókina lært. Ég hafði komizt svo að orði (Um
Nj., bls. 343): „Kálund telur ekki ólíklegt, að sagan sé rituð í Þykkva-
bæjarklaustri, og tekur Tryggvi Þórhallsson í sama streng“. Þetta
sýnist mér vera nákvæmlega rétt að orði komizt um hina „mjög laus-
leg(u)’ getgátu“ Tryggva, svo notuð séu hans óbreytt orð. En hér er
fleira athugavert. Hugmynd A. J. J., að ég ætli að styðja þá skoðun,
að höf. Njálu hafi verið Skaftfellingur, með því að vitna til Tryggva,
er kynleg fjarstæða. Á þessum stað var ég aðeins að telja upp fræði-
menn og álit þeirra, ekki að reyna að styðja nokkurn skapaðan hlut.
3) Bls. 25 ræðir A. J. J. um bardagann við Skaftá: „Næst upp-
lýsir hann (þ. e. E. Ó. S.), að bardaginn við Skaftá hafi farið fram
við allt aðra á en Skaftá, „á eina eða læk, sem rennur eftir Meltungna-
gljúfri“.“ Ekki er þetta heldur rétt (sjá Um Nj., bls. 361—62). Ég
segi, að dysjar hafi fundizt, sem menn hafi talið frá þessum bardaga,
og minnist á, hvað um þetta hafi verið ritað. Síðan fer ég að ræða
um það, sem á milli ber, og kemst síðan svo að orði: „af Njálu virðist,
sem bardaginn hafi átt sér stað við Skaftá sjálfa, en allir, sem um
staðinn hafa ritað, telja“ o. s. frv. „Það væri athugunarefni, hvort
ekki sé hugsanlegt, að líkin hafi verið flutt frá Skaftá. En ef svo er
ekki ...“ o. s. frv. Hér er með öðrum orðum að ræða um það, hvort