Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Qupperneq 79
71
ríða ... svá fram Hjarðarholts megin, þar til er þraut dalinn, ok eru
þar í fjöllum þeim millum ok (viðb. útg.) Haukadalsskarðs, ok kómu
sér þar, er eigi mátti finna þá fyrr en riðit væri at þeim“. Það þurfti
ekki að „telja upp örnefni á þessum slóðum", eitt hefði dugað til að
taka ókunnugleikabraginn af þessu. A. J. J. leitar til kunnugs manns,
hann nefnir óðara Bjarnarfell í stað orðanna „í fjöllum þeim“, og
jafnskjótt er öll frásögnin orðin kunnugleg!
A. J. J. heldur áfram að skýra ferð Gunnars. „Gunnarr reið til
Haukadals ór fjallinu“, á ekki að þýða, að hann ríði ofan í Haukadal,
hann ríður bara „að dalnum“. Þegar Njáll ræður Gunnari, hvaða leið
hann skuli fara, á hann að „ríða til Norðrárdals ok svá til Hrúta-
fjarðar ok til Laxárdals" — er þá meiningin, að hann komi aldrei í
Norðurárdal eða Laxárdal?
Ég skal ljúka máli mínu, um staðþekkingu söguritarans í Breiða-
fjarðardölum. Ég held nú sem áður, að dómur hins skarpskyggna og
varkára Dalamanns, Árna Magnússonar, sé réttur: „Á Breiðafirði
hefur Njálu author að vísu ókunnugur verið“. Og ég fæ ekki séð, að
ég hafi getið ólíklega til um það, hvaðan hann hefur fræðslu sína
um þettahérað (sjáUm Nj. I. 370, 372).
Skaftafellsþing. Bæði Sk. G. og A. J. J. rita nokkuð Um stað-
fræði sögunnar í Skaftafellsþingi, og er mjög líkt að efni, það sem
þeir hafa fram að færa. A. J. J. segir (bls. 76), að sér komi ekki til
hugar að draga það í efa, að „höf. Njálu hafi verið kunnugir" í
Skaftafellsþingi, og ég held ég misskilji Sk. G. ekki, að hann sé eitt-
hvað líkrar skoðunar. En báðir saka þeir mig um, að ég dæmi allt
of vægt um misfellur í staðalýsingum úr þessu héraði. Ég hef þegar
að nokkru svarað þessu, en skal þó bæta hér ýmsu við.
Bæði Sk. og A. J. J. bera mér það á brýn, að fara óvísindalega
að ráði mínu í dómi um frásögn sögunnar af reið brennumanna austur
til Svínafells eftir bardagann við Skaftá (150. kap.) og ferð Halls
til Þorgeirs í Holti (147. kap.); „fóðrun þeirrar frásagnar er einstök
í sinni röð“, segir Sk. G. (bls. 65), „svona lagaðar sannanir eða rök-
semdir finnast mjer ekki mikils virði“, segir A. J. J. (bls. 26). Og
þó eru orð mín góð og gild. 1 báðum frásögnum koma fyrir orðin „ok
léttu eigi fyrr en þeir kómu“ — og benda þau á nokkuð langan veg.
Þetta er ekki eini staðurinn, þar sem þessu líkt kemur fyrir; um ferð
blöskra vegalengdin", — á hann hér eins og fyrri daginn erfitt að missa ekki
þráðinn hjá andstæðingi sínum. Ég minnist sem sé ekki á það með einu orði,
að þetta sé langt fyrir Gunnar að fara á þremur sólarhringum! En það er
nógu langt til þess að örncfni séu á leiðinni.