Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Side 87

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Side 87
79 1) Kort þau, sem rakin verða til Guðbrands biskups Þorláksson- ar. Merkust þeirra eru: a) Landabréf Mercators. Ég hef hér í hönd- um eitt eintak af stærra kortinu, stendur á því, að það sé útg. 1620. Á, sem sýnilega er Kúðafljót, verður til úr tveimur kvíslum „Skabta“ að austan, ónefndri kvísl að vestan, sem kemur úr fjórum nokkuö stórum vötnum, hverju norður af öðru; við þau, helzt öll, stendur „Fiski nottu“. Nyrzta vatnið er fyrir norðan Heklu, það næsta á móts við hana. Vesturkvíslin rennur í bugðu, áður en hún kemur í Kúða- fljót, og getur verið Hólmsá ekki síður en Tungufljót. I Two Carto- graphers er mynd af minna kortinu; þar er eystri kvíslinni sleppt. b) Landabréf Orteliusar (útg. 1595, eftirmynd í Two Carto- graphers). Árnar og vötnin í aðalatriðunum eins. „Meðalland“ stend- ur hér fyrir vestan ána, sem er hér öllu meira bugðótt. Það er alveg auðséð, að kortagerðarmaðurinn ruglast í ánum, bæði í byggð og óbyggðum. — Frá þessu landabréfi er fjöldi annara landabréfa kom- inn, sem ég verð að sleppa hér. 2) Þórður Þorláksson fer bersýnilega eftir tveimur heimildum. Annars vegar eru einhverjar frásagnir kunnugra manna, sem eru svo skilmerkilegar, að lengst af má kalla ár réttar í byggð á hans korti. En hins vegar eru eldri kort, og undan þeirra áhrifum losar hann sig ekki að öllu leyti, því að frá þeim tekur hann Fiskivötn, sömu röðina, fjögur vötn stór hvert norður af öðru. Svo er þetta á kortinu 1668, og þrjú þeirra a. m. k. eru norðar en Hekla. Hér eru allar höfuðkvíslar þær, sem mynda Kúðafljót; miðkvíslina, sem Þórður kallar Kúðafljót, lætur hann koma úr Fiskivötnum, en eins og fyrr var getið, er alveg eins mögulegt, að vestari kvíslin á eldri kortunum hafi átt að tákna Hólmsá. Síðara kort Þórðar biskups, frá 1670, er eins í aðalatriðum, nema hvað vötnin eru nú þrjú, og stendur Fiskivötn milli tveggja hinna nyrztu. Vötnin ná nú ekki nærri eins langt norður; hið nyrzta á móts við Heklu. — Á engu þessara korta er Tungná. Maður, sem vissi um tilveru hennar, en festi ann- ars trúnað á kort Þórðar, varð að gera eitt af tvennu: láta Tungná líka koma úr vötnunum eða setja Fiskivötn fyrir sunnan hana. 3) Þá kemur að kortum, sem rætur eiga að rekja til mælingar Thomasar Knopfs. Sérkort hans af Skaftafellssýlu, sem Halldór Her- mannsson getur um1), hef ég ekki séð, og af korti því, er hann gerði af öllu íslandi 1734, hef ég aðeins séð eftirmyndina í The Cartography of Iceland, kort nr. 25, en sá er galli á, að vegna smækk- unarinnar er hún heldur óskýr, einkum um nöfn. Síðan kom kort hans 1) The Cartography of Iceland, hls. 49.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.