Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Side 90

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Side 90
82 ar þarf ekki svo fá ár. Og þó eru engin vitni til um hana. Á næstu ár- um eftir 1790, þegar Sveinn Pálsson er á ferð á þessum slóðum, fyrst að rannsaka Skaftárelda, síðan fjallabaksveg og Fiskivötn, kann enginn að segja honum af hinum syðri Fiskivötnum, en hin nyrðri eru Tungumönnum vel kunn, og í ritgerð sinni: Tillæg til Beskriv- elserne over den Yolcan der brændte i Skaptafells Syssel Aar 1783, þegar hann er að gagnrýna bók Sæmundar Hólms, kveður hann svo að orði — eftir að hafa lýst því yfir, að hann gæti fært rök að hverju atriði í aðfinnslum sínum: „Blandt flere betydelige Feil i Hr. Holms Kaart er især 2 der mest stikker i Öinene — Först at han anlægger Túngnaaen langt nordenfor Fiskevandene, da de (les: den) dog falder en god Vei sönden for samme... ,“.1) Það er hætt við, að hann hafi haft rétt fyrir sér. Goðaland. Þá kemur að Goðalandi, sem þeir A. J. J. og Sk. G. báðir gera að umtalsefni, og eru þeir mjög sammála: svipta burtu stórjökli og gera hestfæra leið, þar sem jökullinn var áður. A. J. J. getur þess í neðanmálsgrein, að sér hafi fyrst flogið í hug, að óathuguðu máli, að leið Flosa hafi legið um Emstrur og Al- menninga, og þá, að Goðaland sögunnar sé fyrir norðan Þórsmörk. Sannleikurinn er sá, að ef ekki væri nú varðveitt örnefnið Goðaland, mundu allir telja þann skilning á orðum sögunnar liggja beint við, að þau ættu við heiðalönd fyrir norðan Þórsmörk, en hinn mjög sveigðan, að átt væri við stað sunnan Krossár. Leið Flosa er t. d. fortakslaust miklu skiljanlegri, ef hann hefði farið norðan Tindafjallajökuls, þvi að honum lá lífið á að fara með leynd. Það hefði verið heldur hæpin ráðstöfun, að fara sunnan Fljótshlíðar með lið sitt, síðan upp á Þrí- hyrningshálsa og bíða þar eigi allskamma stund, frá nóni til miðs aftans. Á meðan mátti koma fréttum til Bergþórshvols og safna liði eða taka eitthvað annað til ráða. Sömuleiðis er leið leitarmanna eftir brennuna heldur skrýtin, ef Goðaland sögunnar er sunnan Krossár; „fóru sumir it fremra austr til Seljalandsmúla, en sumir upp til Fljóts- hlíðar, en sumir it efra um Þríhyrningshálsa ok svá ofan í Goða- land. Þá riðu þeir norður allt til sands, en sumir til Fiskivatna" (131. kap.) . Maður skyldi ætla, að þeir sem fóru upp til Fljótshlíðar, hefðu haldið áfram inn í Goðaland, en þeir sem ríða hið efra um Þríhyrn- ingshálsa hefðu farið fjallabaksleið norðan Tindafjallajökuls. Loks kæmu orð sögunnar í 149. kap. um leið brennumanna „ofan í 1) Beskrivelser af isl. Vulkaner og Bræer I, bls. 27—8; í Turistforeningens árbog, Kria 1882.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.