Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Síða 90
82
ar þarf ekki svo fá ár. Og þó eru engin vitni til um hana. Á næstu ár-
um eftir 1790, þegar Sveinn Pálsson er á ferð á þessum slóðum, fyrst
að rannsaka Skaftárelda, síðan fjallabaksveg og Fiskivötn, kann
enginn að segja honum af hinum syðri Fiskivötnum, en hin nyrðri
eru Tungumönnum vel kunn, og í ritgerð sinni: Tillæg til Beskriv-
elserne over den Yolcan der brændte i Skaptafells Syssel Aar 1783,
þegar hann er að gagnrýna bók Sæmundar Hólms, kveður hann svo
að orði — eftir að hafa lýst því yfir, að hann gæti fært rök að hverju
atriði í aðfinnslum sínum: „Blandt flere betydelige Feil i Hr. Holms
Kaart er især 2 der mest stikker i Öinene — Först at han anlægger
Túngnaaen langt nordenfor Fiskevandene, da de (les: den) dog falder
en god Vei sönden for samme... ,“.1)
Það er hætt við, að hann hafi haft rétt fyrir sér.
Goðaland. Þá kemur að Goðalandi, sem þeir A. J. J. og Sk. G.
báðir gera að umtalsefni, og eru þeir mjög sammála: svipta burtu
stórjökli og gera hestfæra leið, þar sem jökullinn var áður.
A. J. J. getur þess í neðanmálsgrein, að sér hafi fyrst flogið í
hug, að óathuguðu máli, að leið Flosa hafi legið um Emstrur og Al-
menninga, og þá, að Goðaland sögunnar sé fyrir norðan Þórsmörk.
Sannleikurinn er sá, að ef ekki væri nú varðveitt örnefnið Goðaland,
mundu allir telja þann skilning á orðum sögunnar liggja beint við, að
þau ættu við heiðalönd fyrir norðan Þórsmörk, en hinn mjög sveigðan,
að átt væri við stað sunnan Krossár. Leið Flosa er t. d. fortakslaust
miklu skiljanlegri, ef hann hefði farið norðan Tindafjallajökuls, þvi
að honum lá lífið á að fara með leynd. Það hefði verið heldur hæpin
ráðstöfun, að fara sunnan Fljótshlíðar með lið sitt, síðan upp á Þrí-
hyrningshálsa og bíða þar eigi allskamma stund, frá nóni til miðs
aftans. Á meðan mátti koma fréttum til Bergþórshvols og safna liði
eða taka eitthvað annað til ráða. Sömuleiðis er leið leitarmanna eftir
brennuna heldur skrýtin, ef Goðaland sögunnar er sunnan Krossár;
„fóru sumir it fremra austr til Seljalandsmúla, en sumir upp til Fljóts-
hlíðar, en sumir it efra um Þríhyrningshálsa ok svá ofan í Goða-
land. Þá riðu þeir norður allt til sands, en sumir til Fiskivatna" (131.
kap.) . Maður skyldi ætla, að þeir sem fóru upp til Fljótshlíðar, hefðu
haldið áfram inn í Goðaland, en þeir sem ríða hið efra um Þríhyrn-
ingshálsa hefðu farið fjallabaksleið norðan Tindafjallajökuls. Loks
kæmu orð sögunnar í 149. kap. um leið brennumanna „ofan í
1) Beskrivelser af isl. Vulkaner og Bræer I, bls. 27—8; í Turistforeningens
árbog, Kria 1882.