Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1940, Side 93
85
ir í íslandslýsingu Resens1), en Skeiðarámafnið er líka til um 1600,
og má vel vera, að það finnist í eldri heimildum, þó að ég viti það
ekki. Á engan hátt er nafnbreytingin einkennileg, slíkt er algengt
þar eystra; ekki þarf annað en áin hefði breytt lítillega um farveg
(eins og hún hefur gert á síðari öldum), en þarf raunar ekki til.
Eftir kortum að dæma má ætla, að Skeiðarárjökull hafi verið
til um 1600 og líkur því sem nú er. Um tímann þar á undan eru fá-
ar heimildir, en heldur eru þau orð þó gálausleg, að segja fullum fet-
um, eins og það sé alkunna, að hann hafi ekki verið til. Sannleik-
urinn er einmitt sá, að það má benda á líkur til, að hann hafi verið
til. Á fyrgreindum stað í Landnámu er getið um Jökulsfell, og það
er nefnt í nokkrum máldögum2). Við hvaða jökul er það kennt? Það
þarf ekki lengi að athuga staðhætti til að sjá það: Skeiðarárjökul!
Að þessu athuguðu þykir mér ekkert undarlegt, að Þorvaldur Thor-
oddsen kemst svo að orði: „Af Sturlungu og öðrum sögum sést, að
árnar og hlaup þeirra hafa verið svipaðar þá og nú“.3)
Vel má vera, að finna megi heimildir frá 15. og 16. öld, sem draga
megi af ályktanir um það, hvernig jöklar þar eystra hafa hagað
sér á þeim tíma. En það ætti ekki að þurfa að taka fram, að full-
komna varkárni verður að hafa við, ef heimildirnar um þessa tíma
eru ekki annað en munnmælasagnir frá því um eða eftir 1700. Það
eru líka til munnmælasagnir frá þessum tíma um Áradal og dalinn í
Herðubreið!4)
Það ætti að vera óhætt að láta hér staðar numið. Vatnajökull
bar ekki slíkt vitni sem A. J. J. ætlaðist til. Eftir sem áður vantar all-
ar sannanir fyrir því, að miklu hafi munað um jökulinn upp af Goða-
landi á þjóðveldistímunum og nú, hvað þá að svo miklu hafi munað,
að þar hafi verið snjólaust land og alfaraleið, sem nú er meginjökull-
inn. Það kann að vera, að slíkt verði einhvern tíma sannað. En af
því að það er satt að segja heldur ólíklegt, er réttara að trúa hinu
þangað til.5)
1) Sjá Aarböger 1934, 181.
2) 1179 Dipl. Isl. I 248, 1343 s. r. II 774, 777 o. s. frv.
3) Ferðabók III. 176.
4) pess má geta, að athugasemd A. J. J. á bls. 10 nm. gæti vel mis-
skilizt. Vegir þeir yfir Vatnajökul, sem talað er um í Árbók Ferðafél. 1937,
40—42 og hjá N. Nielsen, Vatnajökull (Rv. 1937), bls. 33, liggja y f i r jökulinn,
og er t. d. ekki annað að sjá á orðum Nielsens, en hann telji svo hafa verið
áður. pað mál kemur vitanlega ekki við frásögn Njálu, sem segir skýrt, að
farið var fyrir norðan jökul.
5) Ég skal geta þess til gamans, að Sveinn Pálsson minnist á þessi efni
í dagbók sinni (Journal I, 187). „Vi havde saaledes lagt denne Fiallabaksvei